Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 4
146 KIRKJURITIÐ Um gildi hans fyrir einstaklinginn læt ég dæmin tala. Trúleysingi hugðist stappa stálinu í vin sinn, sem lá á bana- sænginni, og sagði: „Vertu ekki hræddur! Stattu þig, maður, unz yfir lýkur!“ Hinn svaraði: „Já, það er það, sem ég vil, en á hverju á ég að standa?“ En hjón á Indlandi, sem misstu sex börn sín samtímis í hræðilegu skriðufalli, letruðu þetta á legstein þeirra: „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“ (1. Kor. 15, 57). Skáldið mikla í Saurbæ engdist áreiðanlega eins og ormur í eldi fyrst, er liann varð þess áskynja, að hann var að fúna lifandi. En angistarglímu séra Hallgríms Péturssonar lauk sem kunnugt er með því, að hann í nafni hins upprisna bauð dauðann velkominn, hvenær sem honum þóknaðist. Og sú huggun hans styrkir oss enn í dag. Mestu máli skiptir samt, að boðskapur upprisunnar móti hjá oss eins og frumkristninni viðhorfið til lífsins. Ljómi páskasólarinnar og gleðilind páskanna eiga að geisla og hrísl- ast um sálarlöndin og vekja þar enn fegurri gróður en vor- andinn í ríki náttúrunnar, og er hann þó undursamlegur. En fagur maður er enn fegurri og meiri en hið hæsta og blóm- legasta tré. Nýsköpun andans verður oftast svo, að henni er veitt lítil eftirtekt, eins og þegar vorar hægt og hægt, en stundum blasir hún við allra augum, svo snögg og gjörtæk verða umskiptin. Oscar Wilde skrifar þetta „Ur djúpunum“: „Við (þ. e. fangarnir) þekkjum aðeins einn tima, tíma sorg- arinnar. Það er líkast því, að við séum sviptir sól og tungli. Dagarnir kunna að vera með dýrðarljóma úti fyrir, en glæt- an, sem sitrast gegnum korgað glerið í litlu járngrindarglugg- unum yfir höfði manns, er aðeins grá og af næsta skornum skammti. Það er alltaf rokkið í klefanum, eins og æfinlega er liúmað í hjartanu. Og sami lífvana sljóleikinn í heimi hug- ans og heimi tímans.“ Þetta er lýsing laugardagsins fyrir páska, alveldis vetrar- ins áður en vorið andar á hann, lífsins án upprisunnar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.