Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 157 an af minningum sögunnar. 1 Skagafirði voru bernsku- og æskustöðvar dr. Magnúsar Jónssonar prófessors. Hann var fæddur i Hvammi í Norðurárdal þann 26. nóvemebr 1887, en fluttist þaðan norður að Mælifelli vorið eftir, missirisgamall, með foreldrum sínum, séra Jóni Ö. Magnússyni og konu hans Steinunni Þorsteinsdóttur, og ólst upp hjá þeim á Mælifelli og síðan á Ríp í Hegranesi. Æskuheimilið var stórt og fjöl- mennt rausnarheimili með þeim menningarbrag, sem ein- kenndi beztu heimili landsins á þeim árum. Þar var gestrisni mikil, enda bar nvargan gest þar að garði, og voru útlending- ar ekki sjaldan meðal þeirra, sem komu, því að fjölfarinn fjall- vegur lá að Mælifelli. Ungir menn voru þar jafnan við nám á vetrum, því að séra Jón Magnússon þótti ágætur kennari. Var hann og vel að sér í klassiskum fræðum. Hann kenndi sonum sínum báðum, Þorsteini og Magnúsi, svo að segja all- an skólalærdóm heima, og er Magnús lauk stúdentsprófi á tvítugasta aldursári vorið 1907, hafði hann aðeins setið einn vetur í Lærða skólanum. Ég minnist þessa hér, vegna þess að öllum er oss ljóst, hví- lik blessun er að vera búinn góðu vegarnesti úr góðum for- eldrahúsum. Prestsetrið, höfuðbólið í miðju fögru héraði var sá skóli, að óvíst er, að aðrir skólar landsins hafi nokkurn tíma verið betri. Magnús Jónsson fór úr föðurgarði óvenju vel búinn andlegri og líkamlegri atgervi. Honum fylgdu miklar vonir, blessunaróskir og fyrirbænir ástríkra foreldra, og hann lauk prófum sínum með miklu lofi. Óhætt er að segja, að honum hafi þá staðið allar leiðir opnar til náms og frama. Var og svo jafnan á ævi hans, að hann átti margra kosta völ, honum voru boðnar margar stöður og falin margvísleg trúnaðarstörf og ólíks eðlis, að þvi er virðist a. m. k. í fljótu bragði. Hann varð prestur og háskólakennari í guðfræði og ritaði margar bækur um guðfræðileg efni og var ritstjóri kirkjulegs málgagns. En þegar í byrjun og ávallt síðan hlóð- ust á hann margvísleg önnur störf, svo að lengst ævinnar voru frítímar hans aðeins starfaskipti, enda liggur mikið eftir hann. Verður hér aðeins minnzt á lítið eitt af því.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.