Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 39
BÆKtR
Sigurbjörn Einnrsson: Opiubcrun Jólianucsar. Skýringnr.
Otg. Isafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1958.
Það er gleðilegur en sjaldgæfur viðburður, að góð og merk guðfræði-
rít komi út hérlendis. Því ber að fagna þessari bók, sem er 231 bls. í
stóru broti. Hún gegnir líka sérlega þörfu hlutverki. Þar skýrir prófessor
Sigurbjörn Einarsson af staðgóðri þekkingu og skarplegri hugsun það rit
Nýja testamentisins, sem flestum er ókunnast og torskildast, en óneitan-
lega mjög heillandi, enda ýmsir lesið þar furðulegustu hluti í málið fyrr
°g síðar. Fyrst er mjög fróðlegur og nauðsynlegur inngangur til glöggv-
unar og kynningar á ritinu í heild. Síðan koma jákvæðar og hóglátar
skýringar, sem vafalaust munu opna mörgum hina merku Opinberunar-
bók. Form skýringanna er með þeim hætti, að bókin verður fremur sem
aðgengilegt og almennt fræðirit en afmörkuð visindaleg ritskýring, enda
ætlun höfundar að ná til sem flestra lesenda jafnframt þvi, að guðfræði-
studentar geti haft ritsins not.
Höfundur fer ekki dult með, að hann hefir jafnan samtíð vora i huga
°g vandamál hennar. Leitast því við að sýna fram á, hvern boðskap Opin-
herunarbókin hefir að flytja oss sérstaklega, en víkur hins vegar, þegar
honum finnst þess þörf, að „villi“skýringum, sem upp hafa komið og sum-
ar eru enn á lofti. Gætir alls staðar hita prédikarans og áhuga trúvarnar-
tnannsins. Stíll og mál höfundar er alkunnugt af öðrum ritrnn hans.
Hér var ekki ætlunin að skrifa neina gagnrýni né ýtarlega lýsingu,
heldur að þakka höf. ágætt og geysiþarft verk, og hvetja sem allra flesta
til að láta ekki undir höfuð leggjast að færa sér það í nyt.
ísafoldarprentsmiðja á líka miklar þakkir skildar fyrir hina smekklegu
°g fögru útgáfu. Þó er sá galli ó, að hinum merku myndum Diirers, sem
eru mikil bókaiprýði, er skakkt raðað sums staðar. En það eni smómunir.
Hins er óskandi, að útgefandi sjói sér fært að auka sem mest þennan bóka-
Hokk, er hann nefnir Menn og menntir, og er bæði til mikils gagns og
sóma. G. A.
Olafur Oluisson: Kyiinislör til Konsó. Útg. Samband islenzkra
kristniboðsfélaga. Reykjavík 1958.