Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 147 En geisli páskasólarinnar fékk brotizt inn í klefa fangans, og hurðir hjarta hans hrukku upp fyrir hinum upprisna, sem knúði á. Því að hann var þar á ferð eins og alls staðar. Þá urðu enn meiri þáttaskil i lífi höfundarins heldur en þegar hurðir dyflissunnar lukust aftur að baki ógæfumannsins, sem hrapað hafði niður af gullstóli heimshyllinnar. Hann varð nýr maður með nýja útsýn. Meiri maður með betri eilífðar- skilning. Ég veit ekki, hvort vér íslendingar þráum vorið og unnum því eins og feður vorir og mæður. Né hvort vér treystum eins á annað líf og væntum jafn mikils af ríki himnanna. Mikill skaði og geigvænlegur, ef svo er ekki. Að vísu þurfum vér ekki að bera vorið í bæinn og hrind- um heldur ekki upp hliðum himinsins. En illt er bóndanum að vera óviðbúinn voryrkjunni, og vafalaust sízt skynsam- legra að búa sig ekki undir vistaskiptin, að svo miklu leyti sem oss er unnt. Og ber ekki þjóðlíf vort þess nokkurn vott, að vér hugsum stundum helzt til lágt og horfum óþarflega skammt? Guð, sem nú leysir klakann, láti líka vora þar á öllum sviðum! Gunnar Árnason. Allshorjar Ilruitinn. Allsherjar Drottinn, alvaldi máttur, ástríki faSir, lof sé þér um aldir alda, kenn oss aS þekkja þig, mikli Drottinn. FaSir, fáSir, lít til vor nú i náS. FaSir, fáSir, þú ert vor hjálp og hlíf. VerSi á oss vilji þirrn, vernda þá hug og sál, sorg þegar svíSur, send áS hugga kœrleik þinn. Freisting ef fellur á, frelsa þú oss í neyS, send vorri sál þinn kraft, heyr vora hjartans bæn, Lof sé þér, Drottinn, lof sé þér, Drottinn, dýrS sé þér. Freysteinn Gunnarsson þýddi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.