Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 173 Að tala á milli lijóna. Ósjaldan kemur karl eða kona, sem hyggur á hjónaskiln- að, til mín og eflaust annarra presta, og segir eitthvað á þá leið, að hann eða hún þurfi að fá vottorð, sem sér hafi skilizt á lögfræðingi sínum, að væri hreint formsatriði og presturinn gæti gefið samstundis, án þess að ræða málið, nema þá við vottorðsbeiðandann. Ég tel víst, að aðeins sumir lögfræðingar eigi sök á þessum misskilningi, sem ég ætla að enginn prestur muni fallast á. Mér skilst samkvæmt kirkjurétti og venju beri oss prestunum skýlaust að tala við bæði hjónin samtimis, ef þess er kostur, og leitast við að sætta þau, nema augljósar or- sakir geri skilnaðinn óhjákvæmilegan að kalla. Þótt þetta takist ekki nema sjaldan, getur það h.aft sína þýð- ingu. Og margur mun ætla, að hjónaskilnaðir séu nú orðnir svo tíðir, og oft sárir og afdrifarikir, að ekki sé rétt að slaka á þessari skyldu vor prestanna. Flestir lögfræðingar eru senni- lega á sama máli um þetta. Væri því unnt að hugsa sér nán- ari samvinnu þeirra og prestanna um að leysa þá hnúta, sem unnt er. Engum ætti að vera í mun, að fleiri heimili fari í rúst en fært er að bjarga. Skemmtileg tilhreytni. Ég var beðinn að flytja hugvekju síðastliðinn skírdag á vissum fundi. Að loknu máli minu bjóst ég til ferðar, því að ég var þarna stundargestur, en ekki heimamaður. Þá stóðu fundarmenn upp, einn af öðrum, og ræddu og gerðu fyrir- spurnir um trú og kirkjumál. Sennilega gerðist þetta ein- göngu af því, að einum datt allt í einu í hug að ríða á vaðið. Og vissulega kom mér það mjög á óvart. Verið getur, að sumt hefði skýrzt betur, ef þessar um- ræður hefðu verið eitthvað undirbúnar, — og veit ég það þó ekki. Svona urðu þær frjálslegri. Og ég fagna þeim. Það er sannarlega hvorki eðlilegt né æskilegt, að presturinn láti alltaf „kenningu sína“ rigna yfir áheyrendur, hvað sem þeir kunna

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.