Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ
149
emkunn, en hana hafði aðeins einn maður fengið áður við
skólann, séra Stefán Baldvin Kristinsson prófastur á Völlum.
Þegar sama ár hóf Magnús prestsskap og þjónaði fyrir séra
Friðrik Bergmann Tjaldbúðarsöfnuði í Winnipeg nokkra
mánuði. Hvarf svo heim aftur. En næsta ár tók hann köllun
íslenzkra safnaða i Norður-Dakota og lagði í haf 1. ágúst ný-
vígður prestsvígslu og nýkvæntur unnustu sinni, Bennie Lár-
usdóttur. Var ég þeim samferða, því að mín biðu prestsstörf
í Saskatchewan. Man ég, hve glæsileg þau voru, þar sem
þau stóðu uppi á þiljum og kvöddu vini sína, hún með fang-
ið fullt af rósum.
Þau settust að í Garðarbyggðinni og áttu þar heima í þrjú
ár. Var séra Magnús skyldurækinn prestur, einkum vandaði
hann mjög ræður sínar og varð framúrskarandi prédikari.
Hefi ég engan þekkt, sem hafi verið léttara um mál en hon-
um. Hann ritaði jafnframt á þessum órum í tímaritið Breiða-