Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 149 emkunn, en hana hafði aðeins einn maður fengið áður við skólann, séra Stefán Baldvin Kristinsson prófastur á Völlum. Þegar sama ár hóf Magnús prestsskap og þjónaði fyrir séra Friðrik Bergmann Tjaldbúðarsöfnuði í Winnipeg nokkra mánuði. Hvarf svo heim aftur. En næsta ár tók hann köllun íslenzkra safnaða i Norður-Dakota og lagði í haf 1. ágúst ný- vígður prestsvígslu og nýkvæntur unnustu sinni, Bennie Lár- usdóttur. Var ég þeim samferða, því að mín biðu prestsstörf í Saskatchewan. Man ég, hve glæsileg þau voru, þar sem þau stóðu uppi á þiljum og kvöddu vini sína, hún með fang- ið fullt af rósum. Þau settust að í Garðarbyggðinni og áttu þar heima í þrjú ár. Var séra Magnús skyldurækinn prestur, einkum vandaði hann mjög ræður sínar og varð framúrskarandi prédikari. Hefi ég engan þekkt, sem hafi verið léttara um mál en hon- um. Hann ritaði jafnframt á þessum órum í tímaritið Breiða-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.