Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 46
188
KÍRK jTJRITIfi
lliskugisvígsln. Á þrenningarhátíð, l.júní, ætlar biskupinn í Osló,
dr. Johannes Smemo, að vígja Agðabiskupinn nýja, dr. Kaare Stoylen,
í dómkirkjunni. Biskupi Islands er boðið til athafnarinnar.
Alkirk j u rliiVlrt hefir gefið út tilkynningu þess efnis, að stjórn þess
muni að forfallalausu eiga fund með patríarkinum i Moskvu í n. k. ógúst-
mánuði. Verður þetta eins konar kynningarfundur, sem væntanlega leiðir
til frekari sambanda milli kirkjudeildanna. Búizt er við, að fundarstaður-
inn verði í Svíþjóð.
Auslurjiýzkn kirkjuu ó í mjög þröngri vök að verjast, að þvi er
skýrslur Alkirkjuráðsins herma. Stjórnarvöldin styðja guðleysisstefnuna
leynt og ljóst, og þjónar kirkjunnar hafa mjög bundnar hendur. M. a. er
alltaf mjög erfitt og oft ógerlegt fyrir þó að fá leyfi til að sækja kirkju-
leg mót vestur fyrir „járntjald“.
.lonsi ili> ISInnk erkibiskup í Suður-Afriku striðir nú í ströngu við
þarlend stjórnarvöld sakir ákveðinnar andstöðu hans gegn fullum aðgrein-
ingi hvitra manna og þeldökkra.
Itiblínu ú ficroysku. Árið 1937 kom út Nýja testamentið í fær-
eyskri þýðingu úr frummáli, eftir séra Jakup Dahl prófast í Þórshöfn.
Síðan hélt hann áfram þýðingu Biblíunnar og þýddi úr hebreskunni
nokkur rit Gamla testamentisins, en andaðist fró henni 1944. Þremur ór-
um síðar, 1947, skipáði séra Jakup Joensen prófastur nefnd presta til þess
að halda verkinu úfram. Aðalstarfsmenn nefndarinnar voru þeir séra Os-
vald Viðerö og séra Sakarias Brimnes, sem báru alla þýðinguna nókvæm-
lega saman við frumtextann. Verkinu lauk fyrir jól 19S7, og nú er verið
að prenta Biblíuna í Kaupmannahöfn. Danska Biblíufélagið gefur út, og
verður útgófan vönduð, sem vænta má. Mun henni lokið að ári liðnu.
KirkjuMÚIinabók Faereyinga. Mörg undanfarin ór hefir verið
unnið að því, að Færeyingar eignist nýja sálmabók til notkunar við guðs-
þjónustur í kirkjum þeirra. Var Dahl prófastur einnig brautryðjandi ó
því sviði, enda sjálfur skáld gott. Nokkrum árum eftir lát hans var skip-
uð sólmabókarnefnd, sem hefir unnið að sálmabókinni undanfarin ór og
nú nýlega lokið J)ví verki. Er þegar byrjað ó prentun, og mun henni lok-
ið að fullu ó næsta ári. Flesta sálma munu þeir eiga í bókinni Mikkjal
Danialson ó Ryggi, J. Dahl og Gudmundur Bruun, prófastur.