Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 13
KXRKJURITIÐ
155
með ljóssins vendi morguns töframyndir,
þá megindýrð, sem skuggavöldum hrindir.“
Hann málaði margar trúarlegar myndir, m. a. Kristsmynd-
ir. Ýmsum þeirra mætti gefa sama nafn: Tilbeiðsla.
Honum var ljúft að mála sigur ljóssins yfir myrkrinu, lífs-
ins yfir dauðanum — komu Guðs ríkis. 1 því sambandi vil ég
vekja athygli á mynd hans af kristnitökunni á Alþingi árið
1000, og teldi ég vel fallið, að henni yrði ætlað rúm í fagurri,
nýrri kirkju á Þingvöllum árið 2000.
Hann ræddi einu sinni um það á kirkjufundi, hvað það
væri einkum í fari barnanna, sem Kristur hefði átt við, er
hann taldi börnunum heyra Guðs ríki til, og komst að þeirri
niðurstöðu, að það væri vanmáttur barnsins og einlæg hjálp-
arþrá. 1 þeim skilningi var trú hans barnatrú.
Hann hugsaði til Krists, eins og segir í sálminum, er hann
lét syngja við útför konu sinnar og sjálfs síns:
Kom þú ekki í konungsvaldi striðu,
kom með þinni elsku, líkn og blíðu,
kom að hugga mig, er harmar þrjá, —
hæli syndarans mér vertu hjá.
Honum hefir vafalítið líkt og öðrum miklum og góðum
mönnum fundizt að leiðarlokum æfistörf sín sundurleit og
í molum. En ég hygg, að hann hafi getað tekið undir það,
sem Matthias leggur í munn Guðbrandi Hólabiskupi:
Og þó var mér ætíð helgast í heim
Guðs himneska dýrðar ríki.
Hann setti einnig traust sitt á sömu orð Frelsarans og hann:
„Þann, sem til mín kemur, mun eg alls ekki burt reka.“
Þökkum Guði fyrir Magnús Jónsson og geymum vel minn-
ingu hans.
Ásmundur GiiSmundsson.