Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 6
Dr. theol. Magnús Jónsson prófessor 26. nóv. 1887 — 2. apríl 1958 Kirkjuritinu er það ljúf skylda að minnast dr. Magnúsar Jónssonar, sem var mörg ár ritstjóri þess og samfleytt í 23 ár í stjórn Prestafélags Islands og formaður þess 1920—24, allt með heiðri og prýði. Vann hann svo æfistarf sitt, að nafn hans mun seint gleymast í kirkjusögu Islands og þjóðarsögu. Hann ólst upp á Mælifelli, og hefir lýst með ógleyman- legum hætti uppvaxtarárum sínum. Það var sem hann sæi af Mælifellshnúki öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Heimur- inn var í augum hans óumræðilega bjartur og fagur, og yfir honum dularfullur æfintýraljómi. Hugarflug hans og ímynd- unarafl töfruðu fram yndi og líf, sem hann naut í rikum mæli. Honum fannst sem honum væri gefið konungsríki, og lifði þar fagnandi auðugu æskulífi. Það dylst ekki, að þar hefir vaxið upp listamaður og skáld. Hann var aðeins einn vetur í menntaskóla, 1903—4, hina veturna nam hann heima hjá föður sínum. Hann var efstur í bekk sínum og eins við stúdentsprófið, 1907. Við skóla- bræður hans dáðumst að lionum, því að hann var gæddur flestum þeim gáfum, er menn mega prýða, andlegum og lík- amlegum. Eftir eins árs dvöl við Hafnarháskóla ákvað hann að lesa guðfræði hér heima. Voru þá tveir einir fyrir í Presta- skólanum, er hann settist þar við þriðja mann. En þótt við værum ekki nema fáir, var mikið líf og fjör í skólanum, og við héldum fundi til þess að ræða andleg mál. Magnús lauk embættisprófi seinasta ár Prestaskólans, 1911, og fékk ágætis-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.