Kirkjuritið - 01.04.1958, Qupperneq 23
KIRKJUHITIÐ
165
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
unz fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn, —
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.
Ég skal ekki dvelja hér lengi við það, hve ólíkur er and-
hlærinn frá þessum tveim sálmum. Það er engu líkara en sjá
tnegi fyrir sér þessi tvö andans mikilmenni, sem eiga saman
þrána eftir Guði og snilldina í skáldskapnum, en fátt annað.
Lauk og annar þeirra leit sinni í faðmi katólsku kirkjunnar,
en hinn í sálufélagi við Channing og tJnitara. Barnið er sterk-
ast í Newman. Hann leitar sterkra móðurarma. En karlmenn-
ið í Matthíasi leitar félagsskapar þeirra, sem vilja takast á við
erfiðleikana með Guðs hjálp. Þetta kemur ótrúlega vel fram
1 þessum fáu versum. Newman nær allra hæst í lokaversinu
og einkum lokaorðunum, en þar fatast Matthíasi svo, að eftir-
takanlegt er. Miðversið er daufast hjá Newman. En, í barátt-
unni, Jakobsglímunni, rís Matthías hæst. 1 niðurlagi þess tekst
Matthíasi svo upp, að lengi mun lýsa sem leiftur, en þar er
Newman hinn iðrandi, sundurmarði vesalingur.
Ef sálmarnir eru svo bornir saman, sést, að það er í raun
og veru ekki margt, sem Matthías beinlínis þýðir. Þarf eng-
mn að láta sér til hugar koma, að Matthias hefði orðið skota-
skuld úr því að þýða nákvæmlega. En hann vill yrkja sjálfur.
Fyrst er þá það, að Matthías sleppir alveg því, sem gefur