Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 21
Lcad kindlr light Einn vinsælasti þeirra sálma, er við bættust í nýju sálma- bókinni, er sálmur Mattbíasar, Lýs milda ljós, og getur eng- an á því furðað, því að hann er snilldarfagur, mjúkur og and- ríkur. Sálmur þessi er þar sagður vera eftir J. H. Newman kardínála, enda er ekki efi á því, að það er hinn nafntogaði sálrnur Newmans, Lead kindly light, sem Matthías hefir fyrír sér, þegar hann yrkir þennan sálm. Sé nú á hinn bóginn sálmur Matthiasar borinn saman við sálm Newmans, eða þau þrjú vers hans, sem oftast eru sung- in og Matthías notar, hlýtur að vakna efi um, hvort hér sé í raun og veru rétt að tala um þýðingu. Þýðingar geta verið með ýmsu móti. 1 óbundnu máli munu flestir vera sammála um, að nákvæmt beri að þýða, eins ná- lægt frumtextanum og samrýmzt getur réttu og fögru máli. Flestir munu og vera þeirrar skoðunar, að sama eigi heima um ljóðaþýðingar, því að þýðing á að gefa lesandanum á síð- ara málinu sem allra réttasta mynd af frumljóðinu. I þessu sem öðru er Matthías hin mikla hamhleypa. Hann gat þýtt svo nákvæmlega, að furðu sætir, og það ekkert létt- meti, eins og til dæmis þegar hann þýðir Manfred Byrons svo nákvæmlega, að á löngum köflum má heita, að orð svari til orðs og þó allt á fögru og eðlilegu máli. En hann gat lika haft það til að fara langt frá orðum og jafnvel innihaldi frum- kvæðisins, — þýtt eftir andanum frekar en orðunum. En þá vaknar spurningin: Hvar eru mörkin? Hvenær hætt- ir að vera um þýðingu að ræða og verður frumkveðið, þótt höfð sé hliðsjón af ljóði á öðru máli? Og ég hygg, að þessi spurning hljóti að verða ofarlega, ef bornir eru saman sálm-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.