Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 35
Styrktarfélag vangefinna var stofnað sunnudaginn 23. niarz s. 1. í félagsheimili frjálslynda safnaðar- ins, Kirkjubæ, í Reykjavík. Stofnfundurinn var fjölmennur, og gerðust J)á begar nokkuð á annað hundrað menn og konur stofnendur félagsins. Síð- an hafa margir hætzt við, svo að félagatalan er nú yfir 300. Tilgangur þessa félags er að vinna að því: a. að komið verði upp nægilegum og viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, sem nauðsynlega þarf á hælisvist að halda; b. að vangefnu fólki veitist ákjósanleg skilyrði til þess að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa; c- að starfsorka vangefins fólks verði hagnýtt; d. að einstaklingar, sem kynnu að vilja afla sér menntunar til þess að annast vangefið fólk, njóti riflegs styrks í því skyni. Það liggja ekki fyrir áreiðanlegar upplýsingar um fjölda vangefinna í landinu. Með öðrum þjóðum hefir komið í Ijós, að um það bil 1*4 af hundraði íbúanna eru vangefnir. Ef reikna mætti með því hlutfalli hér á landi, yrði tala vangefinna hér um eða yfir 2000 menn. Þroskastig þessa fólks er ákaflega misjafnt, en talið er, að um það bil fjórðungur vangefna fólksins sé annaðhvort örvitar eða fávitar á svo háu stigi, að hælisvist sé nauðsynleg. Samkvæmt þessu mætti gera ráð fyrir, að hér á landi sé þörf á hælum fyrir allt að 500 menn. Þau hæli, sem til eru, mundu rúma nokkuð á annað hundrað menn. Brýn þörf er því fyrir aukið hælisrúm. Svo brýn sem þörfin er á auknu hælisrúmi, mun þó þörfin á kennslu e<5a þjálfun vangefna fólksins, sem er á hærra þroskastigi, vera enn brýnni. byrir þetta fólk hefir litið verið gert. Hið almenna fræðslukerfi hentar ekki þessu fólki. Það er því brýn nauðsyn sérstakra kennsluhátta og þjálf- unar fyrir þetta fólk. Stjórn hins nýstofnaða félags hefir snúið sér til Alþingis með beiðni UIn aðstoð og fjárstyrk til starfsemi sinnar. Hefir nú verið lagt fram frum- VucP til laga um aðstoð við vangefið fólk, sem veita mun félaginu veru- lega fjárhagsaðstoð, ef að lögum veiður. Jafnframt verður að hafa það hugfast, að félagið getur ekki vænzt þess að verða aðnjótandi fjárhagsaðstoðar frá ríkinu, nema það sýni með starfi sínu, að það hafi til slíkrar aðstoðar unnið. 12

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.