Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 33
Séra Sveinbjörn Högnason prófastur sextugur. Séra Sveinbjörn Högnason er fæddur 6. apríl 1898 að Eystri-Sól- heimum í Mýrdal, sonur Högna bónda þar Jónssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur, konu lians. Séra Sveinbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik 1918. Lagði síðan stund á guðfræði við Hafnarháskóla og lauk þar emb- ættisprófi 1925. Var við framhalds- nám í Leipzig 1925—6. Hann var prestur í Laufósprestakalli 1926—7 og þjónai' síðan Rreiðabólsstað í Fljótshlið, prófastur í Rangórvalla- prófastsdæmi frá 1941. Hann var 1929—30 í kirkjumólanefnd, sem samdi merk lagafrumvörp, er Al- l'ingi samþykkti og urðu kirkjunni til heilla. Ennfremur í prestakallaskip- unarnefnd 1951. Hann er eini presturinn, sem nú á sæti ó Alþingi. Hefir hann setið þar mörg ár og látið jafnan mál kirkjunnar mjög til sin taka. Séra Sveinbjörn er mikill gáfumaður og prédikari góður. Ágætur bú- maður, svo að vel sæmir hinu fornfræga höfuðbóli. Hann er mikils met- ínn og vinsæll af söfnuðum sínum, greiðvikinn og hjálpsamur, svo að af ber. Kirkjan hefir jafnan átt hauk í horni á Alþingi þar sem hann hefir verið, enda er hann kappsamur og duglegur málafylgjumaður. Á hann miklar þakkir skildar fyrir starf hans þar að kirkjumálum. Hann er kvæntur Þórhildi Þorsteinsdóttur, og eiga þau einn son, séra Sváfni prófast á Kólfafellsstað, og þrjár dætur uppkomnar. Kirkjuritið óskar honum heilla og blessunar á þessu merkisafmæli. A.G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.