Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 28

Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 28
170 KIRKJURITIÐ 1 öðru lagi hlaut það að vekja nokkra athygli, að hann tal- aði um kommúnismann sem trúarbrögð, er Gyðingur í Lund- únum (þ. e. Karl Marx) hefði fnudið upp. En það verður látið hér liggja á milli hluta. En í þriðja lagi sagði skáldið, að Múhameðstrúin hefði sögu- legan grundvöll, — sem kristindóminn vantaði. Þessi fjarstæða hefir raunar oft heyrzt áður, en hún stafar annað hvort af vanþekkingu eða ófeilnum áróðri, — nema hún sé fyndnitilraun. Þvi að öllum getur orðið á að slá vind- högg. En hvað sem hér býr að baki, leiðir þessi fullyrðing hug- ann að ákveðinni hættu. Sú hætta felst ekki nema að litlu leyti í því, að Kiljan skuli láta sér þetta um munn fara, þótt sumir líti eflaust upp til hans sem Búdda og telji orð hans óskeik- ula véfrétt. Mesta hættan er sú, að vér, sem nú er falið að gæta erfða kristins dóms í landinu, sofnum á verðinum, þegar sízt skyldi og þar sem mesti háskinn er búinn. Hvað sem annars má segja um kristnilíf og kristnihald vor Islendinga á siðari öldum, er óvefengjanlegt, að haldið var að mönnum ákveðinni kenningu og þeim veitt skýr fræðsla um kristindóminn fram yfir síðustu aldamót. Algengustu húslestr- arbækurnar, Vídalínspostilla og Péturshugvekjur, vitna greini- lega rnn það. Passíusálmarnir, sem flestir kunnu meira og minna utan að, ekki síður. Sama máli skiptir um það, sem ef til vill var hér áhrifaríkast, — barnalærdómskverin. Helga- kver er þar nærtækasta og bezta dæmið. Þessi kver lærðu börn almennt utan að, og mikið af þeim lærdómi tolldi í þeim til æviloka. Allur þoi’ri manna taldi og víst, að það væri rétt, sem stæði í kverinu. Ég skal hiklaust játa, að sú trúfræði, sem nefndar bækur lýsa, er alls ekki vafalaus sannindi í öllum atriðum. Kristin- dómurinn væri hvorki líf né kenning, ef allir væru alveg sammála um hann á hverjum tíma. En þær byggðu á því, sem menn vissu þá sannast um kristindóminn og helztu lær- dómsmenn töldu réttasta skýringu á honum. Og það, sem hér skiptir mestu máli, er þetta: Vegna þess að kristindómurinn

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.