Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 40
182 KIRKJURITIÐ Þessi greinargóði og skemmtilegi bœklingur er ferðaminningar höf- undar, er liann fór i kynnisför til kristniboðsstöðvarinnar islenzku i Konsó siðastliðið haust. Engurn lesanda dylst, að þarna er næg þörf fyrir kristni- boð, og að íslenzku kristniboðarnir vinna frábært starf, af brennandi áhuga og mikilli fórnfýsi. Eins og höfundur segir, má að sinu leyti líkja því við starf dr. Alberts Schweitzers, sem rómað er nú um allar élfur — enda nauðsynin jöfn á báðum stöðum. Þeir, sem í fáfræði sinni níða kristniboð og telja það aðeins eina aðferðina til nýlendukúgunar, ættu að lesa þetta smárit. Varla liyggjum vér Islendingar á landvinninga þarna syðra. En um allan heim vinna menn og konur miskunnarverk i sama anda og ísl. kristniboðarnir, af fúsri hlýðni við boð Drottins. G. Á. \«V gcra sv« vol scm kwstur or i. í norska blaðinu For fattig og rik hermir, að Peter Hognestad hafi sagt frá því, að eitt sinn, er hann var skólastjóri á Notodden, hafi Islend- ingur átt að halda þar erindi að kvöldi dags. Nú vildi svo til, að versta veður gerði þennan dag, og komu því fáir áheyrendur. Því var það, að er fyrirlesarinn steig í stólinn, gat hann þess, að hann hefði tvö erindi með- ferðis, annað gott, hitt lakara. Fyrst svona fáir væru mættir, hugði hann rétt að taka það, sem var af verri endanum. Ekki mun biskup, sem var frábær Islandsvinur og manna merkastur, hafa búið þetta til. En eins og bent er á í blaðinu, varpar sagan ljósi yfir algenga staðreynd um allar jarðir. Vér gerum sjaldan eins vel og vér getum, einkum ef vér þykjumst hafa nokkra ástæðu til að láta sitja við það sæmilega. Þess vegna er það ekki lítil lyfting og hvöt fyrir oss prestana til dæmis, ef kirkjan er vel sótt. En þótt það komi sjaldan fyrir, er auðvitað skylt, þótt erfitt kunni að reynast, að leggja sig alltaf alla fram um að vanda allt eftir föngum. Og margt færi betur á öllum svið- um og alls staðar, ef það væri meginregla og áhugamál allra að gera jafnan það, sem í þeirra valdi stendur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.