Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 20
162 KIRKJURITIÐ ins héðan frá helgum stað og helgum degi. Ég minnist bróð- ur hins látna vinar. Þeir bræður voru tengdir ævilöngum, ljúfum og sterkum bræðraböndum. Ég minnist fósturbróður- ins, venzlamanna, frændliðs og vina. Mér er gefið i dag óverðskuldað tækifæri að fá að flytja þessi kveðjuorð, og er ]>að enn einn vináttuvottur þessa velgjörðamanns míns, sem nú er dáinn. Og því vil ég bera fram þakkir okkar allra, sem kveðjum, minnumst og geymum samverustundirnar, og biðja okkur öllum blessunar Drottins. Og svo kveð ég þig, sem þessi stund er helguð, og reyni að fylgja þér í bæn minni inn í hið hulda og ókunna, þangað sem trúin ein á færa leið og vonin byggir sér fagrar vistar- verur, bjartar og unaðslegar, inn í guðsríkið sjálft. „Gott er þér, vinur, Guðs í dýrð að vakna, þig gladdi löngum himininn að sjá. Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna samvista þinna, en oss skal huggun ljá, vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna.“ Amen. Helgi KonráSsson. Itmnarvors. LjáSu mér á lífsins kveldi, Ijóssins GuS, í þínu veldi, Ijós af þbuim lífsins eldi, er lýsi hinzta áfangann. Svo heim ég rati í himnarann. Lát mig þar um eilífS alla unna þér og hlýSa. Veit mér kraft þinn, vinur allra lýSa. G. G.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.