Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 30
172
KIRKJURITIÐ
til Rómar og ganga á páfafund til að finnast, að þeir hafi
fast land undir fótum í trúarefnum, — og til að sækja sér
drottinlega blessun. Slíkt á að vera unnt hér heima. Hitt er
samt enn háskalegra, ef menn eins og Halldór Kiljan Laxness
hafa gaman af að láta það fljúga, að kristindóminn skorti
sögulegan grundvöll, — og einhver kann að trúa þvi.
Þetta eru rauð ljós, er sýna, að eitthvað er bogið við vöku
og starf kirkjunnar. Og því skylt að athuga sinn gang. Og hér
er áreiðanlega bent á eitt, sem ekki er eins og það á að vera.
Þörf hugmynd.
Góður og reyndur skólamaður vék nýlega að því á fundi,
að þess væri þörf að koma á meiri fjölbreytni í skólakerfinu.
I því sambandi benti hann á atriði, sem oftar hefir borið á
góma, hvað það er fátæklegt og fáránlegt, að allir háraðsskól-
arnir skuli vera steyptir í sama móti, — sams konar hlekkir
í fræðslukeðjunni. Fyrirmyndir þeirra eru þó af allt annarri
gerð. Dönsku lýðháskólarnir hafa alltaf lagt megináherzlu á
hugarfarslega vakningu og starfshvöt, — bein fræðsla aðeins
skipað annað rúm. Markmið þeirra fyrst og fremst að hrífa
menn með kristilegum hugsjónum og vekja þeim föðurlands-
ást í brjósti. Stappa í þá stálinu og efla framkvæmdaþrá þeirra
til heilla lýði og landi. Sannfæringin sú, að maðurinn sjálfur
sé mest verður, siðgóður og fjölhæfur áhugamaður vænlegri
til mikils og góðs þegnskapar en einhæfur múgamaður, þótt
lokið hafi góðu prófi í sérgrein sinni.
Hvers vegna er ekki einhver íslenzku héraðsskólanna látinn
starfa þessu líkt, og séð, hvernig það gefst? Heyrt hefi ég,
að skóli Aðventista í Hlíðardal fylgi þessari línu að nokkru
og reynist prýðilega. Hægurinn hjá að fara aftur í sama far-
veginn, ef tilraunin bendir til, að breytt hafi verið um til ills.
Samt er vist, að eitthvað verður að breyta til í þessum mál-
um fyrr en seinna. Það mun fáum leynast.