Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 12
154
KIRKJURITIÐ
Verk Magnúsar Jónssonar lýsa honum, og ég hefi reynt
að láta þau tala. En ég finn, að orð mín eru fátækleg.
Ég hygg, að tveir meginþættir hafi haldið uppi lífi hans.
Annar var listgáfa hans. Hann var skáld, þótt hann feng-
ist lítt við það að yrkja Ijóð. Þegar hann talaði eða ritaði af
mestri andagift, dró hann upp hverja myndina annarri skáld-
legri. Hefði hann tamið sér ljóðagerð, er ég ekki í neinum
vafa um það, að hann hefði orðið mikið og gott sálmaskáld.
En hann orti í litum. Þóttu mér málverk hans fögur, og þeir,
sem vit hafa á, telja þau hafa listrænt gildi. Er safn þeirra
orðið mikið. Myndir hans frá landinu helga prýða veggi guð-
fræðisdeildar Háskólans og altaristöflur hans nokkrar kirkj-
ur, m. a. þá, er honum þótti vænst um, Mælifellskirkju.
Hann segir í viðtali á sjötugsafmæli sínu: „Ég átti nefni-
lega svolítinn sumarkofa auk hinna húsanna. Ég var þar sjald-
an, en hann gaf mér mikla nautn. Ég á við föndrið, málara-
föndrið. Ég hætti því aldrei alveg. Og nú er það að verða að
breiðari og breiðari straumi. En við skulum ekki tala meira
um það.“ Mér fannst ég stöku sinnum kenna nokkurs sárs-
auk,a hjá honum yfir því, að listgáfa hans skyldi ekki ná
meiri þroska, svo að í hug komu orð Esajasar Tegnérs:
Och tidens liittebarn, her satt i skolen,
fár kanske se sin fader bort om solen.
Við rúmi hans í Landspítalanum blasti myndi af barninu
Jesú í faðmi móður sinnar. Hann horfði löngum á hana og
sagði einu sinni við mig: „Ekkert mun hafa verið málað fegur
en þessi mynd af Jesú. Hvílikur guðdómlegur hreinleiki frá
æðra heimi. Og mér þótti sem hann horfði inn i þennan heim
myndarinnar.
Hinn þátturinn var trú hans. Og þessir þættir báðir voru
fast saman slungnir. 1 morgunsálmi, sem hann orti, líkir hann
Guði við málara:
„0, Drottinn, hvað þín dýrð er stór og fögur,
er dregur þú um loft og jörð og ögur