Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ
167
Ég ungur var og eigi bað, að Jiú
mér lýstir leið,
ég hugðist einfær þá, en þig bið nú
mér lýsa leið.
Ó, gleym því, hversu gálaus mjög ég var,
hve glys og dramb mig ofurliði bar.
Ég veit sem fyrr þú blessar lífs míns leið
og lýsir mér
í þrautum enn, í jökulnepju’ og neyð,
unz nóttin þver
og við mér brosa engil-andlit blið,
sem elskað hef ég lengi’, en misst um hrið.
Eins og menn sjá, er hér sæmilega nákvæm efnisþýðing,
en mikið vantar á, að hvað sé á sinum stað, og frekar er sálm-
urinn bragðdaufur. NiðurLagið erfiða er hér vel þýtt, en ein-
hvern veginn finnst mér orðið „hríð“ nokkuð hrjúft í þess-
um félagsskap.
Hvernig sem á því stendur, hefir þessi sálmur Newmans
elt mig nokkur undanfarin ár, svo að ég, sem varla hefi getað
barið saman eina ferskeytta vísu, hefi orðið að glíma við að
þýða hann og helzt fylgja orðalagi hans sem bezt. Ég veit
ekki, nema ég losni við þessa ásókn með þvi að birta hér þýð-
ingu mína, eins og hún er i svip, en hún er alltaf að breytast.
Ég veit, að enginn vænir mig um, að ég sé að ganga á hólm
við Matthias né einu sinni Jón Runólfsson, og fallið er ekki
hátt á skáldinu í mér, þó að ekki hafi vel tekizt. Hver veit,
uema eg komi öðrum betri af stað, sem gerði þessum sálmi
full skil. Hefi ég svo ekki þessi orð fleiri, en birti hér þessa
þýðingartilraun mína.
Leið þú oss milda ljós um dimman geim.
Ó, leið þú mig!
Dimmt er af nótt og löng er leiðin heim.
Ó, leið þú mig!
Stýr minni ferð; ég heimta ekki hér
ið liáa mark. Eitt fótmál nægir mér.