Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 27
PISTLAR j®
Hœtta.
Kynslóðirnar eru hraðstígar. Sjaldnast áttum vér oss á því,
hve skamma stund hver og einn fer með hlutverk sitt í leik
lífsins. Og oft gleymist um of, ekki sízt á umrótstimum, hve
hin yngri kynslóð á mikið undir trúnaði þeirrar eldri, eigi
hún ekki að vera vanbúnari úr garði en efni standa til. Þekk-
ingin er meira lærð en áunnin og veldur margt, hvað hver
og einn öðlast af henni, m. a. áhugi og trúmennska fræðar-
anna á hverju sviði. Eins má gLata gamalli þekkingu sem
ávinna nýja. Ótalmargt leiðir líka til þess, hvaða sviði þekk-
ingarinnar hver og einn verður kunnugastur. Snillingur í
einni grein getur verið rati í annarri. Enginn er alsjáandi né
algjör.
Slyngasti og víðfrægasti rithöfundur islenzkur er nýlega
kominn úr ferð umhverfis jörðina. Hann bar hvarvetna með
sér hróður Islands. Nokkuð hefir hann þegar sagt frá förinni,
hélt m. a. um hana alllangt erindi í samkomuhúsi í Reykja-
vík, og hlýddu færri en vildu sakir þrengsla. Ég hefi verið
að vonast eftir því, að þessi fyrirlestur kæmi á prenti, eins og
sjálfsagt virtist, þar sem svo merkur maður átti í hlut, og að
svo miklu tilefni. En af því hefir ekki orðið, og skal því mál
skáldsins ekki rakið hér að ráði, en aðeins nefnd þrjú atriði
af þeim, er ég ætla, að ekki geti farið á milli mála, að séu
rétt hermd.
í fyrsta lagi varð skáldinu tíðræddast um trúarbrögð og trú-
arskoðanir, og það, er honum bar fyrir augu og eyru í því sam-
bandi, hvort heldur vestur í 'Ameríku eða austur í Kína og
á Indlandi. Hvað sem líður skoðunum Kiljans á þessum mál-
um og ummælum hans um hinar og þessar trúarstefnur, virt-
ist hann hafa lifandi áhuga á þeim, — hugur hans flögra
um þau likt og fluga um ljós.