Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 29
K.IRK JUHITlÐ 171 byggist á sögulegum staðreyndum, er ákveðin stefna, sem kemur upp á vissum tíma og er bundin við kunnan höfund, kenningu hans, líf, dauða og upprisu, og ennfremur sakir þess, að frumheimildir þessar eru i sérstakri bók, — þá er brýnt, að hver kristin kynslóð fái sem bezta fræðslu um þetta allt saman, eftir því sem föng standa til. Þótt menn séu ekki að öllu leyti sammála um kirkjulegar játningar, né hversu þær séu bindandi, og deila megi um, hvað utanaðlærdómur eigi að ganga langt, hlýtur það að vera ein höfuðskylda kirkjunnar, að gera ljósa grein fyrir aðal- atriðum kristinnar sögu og kenningar, í því formi, að það sé almenningi aðgengilegt og auðskilið. Bæði sakir þeirra, er sökum æsku sinnar þarfnast þessarar uppfræðslu, og eins hinna, sem standa utan kirkjunnar, og menn verða jafnt að verjast sem leitast við að telja hughvarf. En hér erum við íslendingar komnir út í ótræði að minum dómi. Menn lesa ekki almennt neinar bækur lengur, sem sam- bærilegar eru við gömlu húslestrarbækurnar. Margir eru að verða ókunnugir Passíusálmunum, og í Sálmabókinni gætir víða sundurleitra skoðana um sama efni, t. d. upprisuna. Loks eru mörg barnalærdómskver í notkun, en þau eru alls ekki samhljóða um allt og eiginlega engin i æskilegu formi. Þau eru sem sagt ekki gagnorðar greinargerðir fyrir kristinni trú og lifi, heldur nokkurs konar viðræður viðkomandi höfunda við lesendur, — eins konar spurningatímar þeirra látnir á þrykk út ganga. Dæmi hinnar samanþjöppuðu og greinagóðu fræðslu um höfuðatriði hinnar kristnu kenningar og sögu eru hins vegar hin postullega trúarjátning og Fræði Lúthers, almennt talað. Að gefnu tilefni hika ég ekki við að ítreka og undirstrika, að hér verður að ráða bót á, og ég ætla, að kirkjustjórnin verði að taka upp ákveðna forystu á þessu sviði. Kristin vanþekking er orðin meiri en margan grunar í landinu, og þar af leiðandi allmikið sinnuleysi um kirkju og kristni. Og það er óneitanlega hart og dýrt, ef menn þurfa að fljúga

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.