Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 32
174 KIRKJURITIÐ að hugsa. Þeir hafa raunar rétt til að fá að ávarpa hann við og við, og krefjast frekari útlistana og skýringa. Og þessi að- ferð gæti á stundum orðið til að hræra ofurlítið upp í lygnu- polli andlegu málanna. Það kæmi líka þá á daginn, líkt og þama, að þrátt fyrir allt em þeir fleri en vér ætlum, sem áhuga hafa á trúmálun- um, og myndu sennilega lika leggja hönd að kristilegu og kirkjulegu starfi, ef þeim hyðist oftar tækifæri á þeim vett- vangi, bæði til að tala og vinna. Látinn kirkjuhöfðingi. Mér fannst prófessor Magnús Jónsson dr. theol. vera eins og fagur tindur, sem ber hátt í sól mót himni og sést víða að og frá ýmsum hliðum um byggðir og öræfi. Því er von, að það veki söknuð og þyki mikill sjónarsviptir, þegar hann er nú horfinn bak við skýin. Gunnar Árnason. Ég missti sjónina, þegar ég var aðeins fjögra ára, datt á höfuðið ofan af vörukassa. Nú er ég orðinn þrjátíu og tveggja og man aðeins óljóst eftir sólbirtunni og rauða litnum. Auðvitað væri undursamlegt að fá sjón- ina að nýju, en hitt er líka mikið, hvað ógæfan getur komið mörgu und- arlegu til leiðar. Ég var að hugsa um það hérna á dögunum, að ég hefði ef til vill ekki unnað lífinu jafnheitt, ef ég hefði ekki verið hlindur. Nú trúi ég á lífið, og ég veit ekki, hvort ég mundi hafa gert það jafn sterkt, ef öðru vísi hefði á staðið. Ég á ekki við, að ég kjósi helzt að vera án ljóss augnanna, heldur hitt, að missir þess kenndi mér að meta betur það, sem mér var eftir skilið. — Roberl G. Allman (kunnur íþróttamaður og lög- fræðingur). Vera má, að blindur maður eins og ég láti síður blindast af gildi efnis- legra hluta en aðrir gera. En það veit ég með vissu, að sú hugsjón, sem bezt hefir dugað mér til að halda mér uppi, er trúin á mannlega göfgi, sem skylt sé að keppa eftir. — Robert G. Allman.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.