Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 16
158 KIRKJURITIÐ Hann varð ritstjóri ýmissa tímarita og listmálari. Hann hafði ekki verið nema fá ár í höfuðstaðnum, þegar til hans var leitað um framboð til Alþingis. Þess er oft minnzt enn, hvernig hann vann þær kosningar með mælsku sinni og fram- komu, þá að sjálfsögðu ókunnur flestum bæjarbúum. Hann var siðan alþingismaður höfuðborgarinnar í aldarfjórðung og jafnframt og síðan kvaddur til ýmissa starfa í sambandi við stjórnmál þjóðarinnar. Þá er Magnús Jónsson gerðist alþingismaður og tók að gefa sig að stjórnmálum, má segja, að hann hafi gengið inn á nýja braut og tekið að vinna að málefnum ólíkum megin- starfinu. Aldrei heyrði ég þó á hann borið, að hann vanrækti eitt starf sitt vegna annars, enda er sannleikurinn sá, að starfsþrek hans var með ólíkindum mikið og hæfileiki hans frábær að skilja hvert viðfangsefni á skömmum tíma. Vita þetta allir, sem þekktu hann, enda minnast þess margir og telja hann með fjölhæfustu gáfumönnum samtíðar sinnar. 1 þessu er mikið hrós. En svo getur líka virzt sem svo marg- þættir hæfileikar og fjölbreytt störf valdi nokkrum skaða, því að sá maður, sem þannig er búinn, skyggir á sjálfan sig. En hann nýtur þá lika þeirra fágætu úrslita að lifa margar ævir í einu æviskeiði, lífið verður honum auðugra en öðrum. Magnús Jónsson var maður lífsins, eins og það streymir fram í ótal blæbrigðum, og þó öllu heldur eins og það brýzt fram máttugt og ólgandi, njótandi þess, þátttakandi þess og mótandi. Menn lifa nefnilega misjafnlega mikið, lífsnautnin er misjafnlega frjó. Andstæðurnar liafa kannske ekki verið markaðar skýrar en með þessum orðum: „En þú, sem undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei laxinn, sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa.“ Af ummælum margra annarra skil ég, að ég er ekki einn um þá skoðun, að mér fannst Magnús Jónsson ólíkur öllum öðrum mönnum, ekki fyrst og fremst fyrir hin miklu og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.