Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 3
Heilbrigð lífsskoðun verður alltaf
mests virði.
Viðtal við Jón Pálmason fyrrv. alþingisforseta.
Jón Pálmason bóndi á Akri er
fæddur 28. nóv. 1888 á Ytri-Löngu-
mýri í Austur-Húnavatnssyslu og
kominn af kunnum ættum. Afi hans
og alnafni var um skeið þingmaður
E-Iúnvetninga, og einnig föðurbróðir
hans, Þorleifur Jónsson, síðar póst-
meistari i Reykjavik. Sjúlfur hefir
fón verið Jnngmaður frá þvi 1933,
og er allra kunnugra mál, að persónu-
fylgi ráði þar miklu um. Hann var
lengi forseti sameinaðs Alþingis. og
eitt sinn landbúnaðarráðherra um
tíma.
Jón er búfræðingur frá Hólum og
hefir verið bóndi í 45 ár, lengst af á
Akri. Hann er mótaður af aldagam-
alli íslenzkri alþýðumenningu, rót-
fastur sveitamaður með óvanalega reynslu af viðtæku þjóðmálastarfi og
fjölbreytilegum kynnum við margs konar menn. Fyrir því þótti mér ekki
°fróðlegt að heyra álit hans um nokkur þau mál, sem rit þetta er sérstak-
f°ga helgað. — G. Á.
Hvernig var andlega andrúmsloftiS á uppvaxtarárum þín-
Llrn í Húnavatnssýslu?
Fyrir og um aldamótin síðustu var áreiðanlega gott and-
rumsloft í trúarefnum um austanverða Húnavatnssýslu, þar
sem ég var kunnugur. Prestar voru mikils virtir leiðtogar og
guðstrúin vakandi.
Varst þú ekki alinn upp á trúræknu heimili?
Foreldrar mínir voru bæði trúuð á sannleiksgildi kristin-
16