Kirkjuritið - 01.06.1958, Qupperneq 6

Kirkjuritið - 01.06.1958, Qupperneq 6
244 KIRKJURITIÐ að samgöngurnar eru gagnólíkar. En að öðru leyti hafa örðug- leikar þeirra til áhrifa farið vaxandi. Fólkinu hefir víða fækk- að stórkostlega, og það þýðir minni líkur fyrir kirkjusókn og safnaðarstarfsemi. Hinar mörgu útvarpsmessur trufla kirkju- lífið til muna og verka lamandi fyrir áhrif og leiðtogavald sóknarprestanna. Þó hygg ég, að mestri breytingu hafi það valdið í þessum efnum, að uppfræðsla barna og unglinga er miklu minna í höndum prestanna en áður var. Verkar það áreiðanlega til skerðingar á þeirra leiðtogastarfi. Viltu segja hér einhver ályktarorft? Lifsskoðun allra manna byggist á því, hverju þeir trúa og hverju þeir trúa ekki. Á öllum öldum hefir sýnt sig, að trúar- brögðin hafa meiri áhrif á mannfélagið en annað. Við, sem fylgjum kenningum kristinnar trúar með vissu um framhalds- líf mannssálarinnar, höfum það í huga, að góð verk og vond hafi sínar afleiðingar þegar fram líða stundir, annað hvort hér í tímanum, eða hinum megin grafar. Slík trú er mann- bætandi og því fremur sem hún er meira vakandi. Að trúa engu um æðra vald og framhaldslíf leiðir til ábj’rgðarleysis á öllum sviðum lífsins. Ef hægt er að komast fram hjá landslögum með hrekkjabrögðum, þá telja slíkir menn öllu óhætt. Séu þeir uppaldir í lcristilegu þjóðfélagi, eru þeir verri en kynslóðir fornaldarinnar, sem heiðingjar voru taldir. Flestir þeirra trúðu á einhvern æðri mátt, sem hefði gæfu og ógæfu mannanna á valdi sínu. Annars sýnir sagan, að margir vantrúarmenn og trúleys- ingjar skipta um skoðun við aukinn þroska og reynslu langrar ævi, og er það ein góð sönnun um gildi og mátt réttrar trúar. Hið mikla ábyrgðarleysi, sem nú á tímum er kunnugt meðal íslenzku þjóðarinnar, gefur trúrækni hennar ekki góðan vitn- isburð. Ber þar vafalaust margt til. Er ég hræddur um, að misheppnuð og ófullnægjandi framkvæmd okkar skólamála eigi þar drýgri sök en flesta grunar. Það er víst, að eitthvað meira en lítið er að á þessu sviði, og er það þýðingarmikið rannsóknarefni fyrir starfsmenn

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.