Kirkjuritið - 01.06.1958, Síða 8

Kirkjuritið - 01.06.1958, Síða 8
í Kapernaum, i. Dag nokkurn stöndum við á rústum Kapernaum á strönd Genesaret- vatns. Þarna stóð blómlegi bærinn, sem var heimkynni Jesú öllum öðrum fremur. Þarna átti Pétur heima. Þarna hafði Jesús kennt í Samkundu- húsinu og gert mörg undursamleg kraftaverk. Það er eins og frásögur guðspjallanna rísi upp af blaðsiðum sinum og verði lifandi, þegar gengið er um þessar helgu slóðir. — Og þó er þarna ekkert að sjá lengur, sem minnir á forna byggð, ekkert sem minnir þarna lengur á hina blómlegu borg með iðandi lífi, sem þarna stóð á hérvistardögum Jesú. Ekkert nema rústirnar af hinu volduga samkunduhúsi. Þar sem Jesús prédikaði og lækn- aði. Þær hafa verið grafnar upp á siðustu áratugum og bera því augljósan vott, hve hér hefir verið fjölmenn og athafnasöm borg á dögum Jesú, ið- andi af starfi og lifi á miðri þjóðleiðinni frá Damaskus suður til Cesareu, þar sem rómverski landstjórinn sat. Og þéttbýl, frjósöm landbúaðarhéruð umhverfis, þar sem nú reika aðeins snauðir hirðar. Voðalegur örlagadómur hefir gengið yfir þessa borg, og hann fellur einhvern veginn yfir mig, eins og hrapandi skriða, þar sem ég stend þarna í sólskininu umleikinn glampanum frá vatninu. Ég sé í huga mér fiskibátana úti fyrir ströndinni, eins og þeir blöstu við augum Jesú, heyri fyrir eyrum mér iðandi líf borg- arinnar, kliðinn af umferð og önn. Og nú ríkir þarna dauðakyrrð og auðn. Og mér er sem ég heyri eina rödd, sem ber yfir þetta allt: Vei þér, Kórazin; vei þér, Betsaida; því að ef þau kraftaverk hefðu verið gjörð í Tyrus og Sidon, sem gjörzt hafa í ykkur, hefðu þær fyrir löngu gjört iðrun í sekk og ösku. Þó segi ég ykkur, að Tyrus og Sidon mun verða bæri- legra á dómsdegi en ykkur. Og þú Kapernaum! sem héfir verið hafin til hirnins — til Heljar skaltu niður stiga, því að ef þau kraftaverk hefðu gjörð verið í Sódóma, sem gjörzt hafa í þér, stæði hún allt til þessa dags. En ég segi yður, að landi Sódómu mun verða bærilegra á dómsdegi en þér. — öldum saman hefir kyrrlát auðnin þrumað staðfestingu þessara skelfi- legu orða. Svo rækilega hafa þessi orð Jesú rætzt, að nú vita menn einu sinni ekki með vissu, hvar Kórazin stóð. Og hér er Kapernaum, sokkin í auðn og dauða, svo að vart sér stein yfir steini. En hér hafði hann talað og starfað. Við stóðum á þeirri grund, sem fæt-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.