Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 14

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 14
252 KIRKJURITIÐ að vatninu. Umhverfis þrepið, eða pallinn, sem byggingin stendur á, er traustur múrveggur af stórum, höggnum steinblökkum, og stendur enn í dag sem nýhlaðinn væri. Þarna uppi á brúnum pallsins eru einnig stórar steinblokkir, og að þvi er virðist, leifar af múr, sem annað hvort hefir verið reistur þarna til skrauts eða varnar. Samkunduhúsið í Kapernaum hefir þannig verið mjög virðuleg og traustleg bygging og efalaust stolt og prýði borgarinnar. Allt, sem þarna hefir farið fram, hefir gerzt með þeirri virðulegu formfestu og tignu ró, sem einkenndi opinbert helgihald Gyðinga á dögum Jesú, og gerir enn i dag. Og nú finn ég það allt í einu, þar sem ég stend innan þessara fornu veggja og súlna og sé fyrir mér salinn þéttskipaðan öldungum og feðrum borgarinnar og allri alþýðu, að það hefir þurft gifurlegt hugrekki til þess að ganga þarna upp á lespall- inn á sabbatsdegi og kveða sér hljóðs og tala, — gífurlegt hugrekki fyrir trésmíðasvein sunnan frá Nazaret. V. Við höfum verið á gangi hingað og þangað, önnum kafin við að skoða og festa í minni það, sem fyrir augun ber, og hlusta á skýringar hebreska leiðsögumannsins, sem fylgir okkur. Hann er einn af frægustu fornfræð- ingum Israels, léður okkur fyrir sérstaka góðvild menntamálaráðuneytis- ins þessa daga, sem við dveljum í landinu. Hann kann þetta allt á fingr- um sér, liggur allt i augum uppi. Á skömmum tima hefir hann töfrað fram fyrir okkur borgina, eins og hún var á dögum Jesú, Samkunduhúsið, eins og það var, á meðan það stóð í veg sínum og blóma. Og hann leiðir okkur fyrir sjónir, hvernig sabbatsþjónustan hefir farið fram, sálmasöngur, bæn- ir og játning, og lestur og útskýring lögmálsins. Konurnar eru ekki inni í samkundusalnum sjálfum, meðan á þjónustugjörðinni stendur, ekki heldur börn. Þau hafast við ásamt mæðrum sínum á hliðarsvölum og rimlaverk á milli. Þær geta heyrt og séð, en eru sjálfar ekki sénar. í samkundu- salnum sjálfum eru aðeins karlmenn, feðurnir, ábyrgir menn, þeir sem bera velferð Israels í höndum sinum og hjörtum, flekklausir fyrir Guði, vítalausir um lögmálsbrot, — ekki tollheimtumenn, ekki bersyndugir. Norræni fararstjórinn okkar, Olav Duesund, kveður okkur saman. Hann les úr Markúsar guðspjalli, fyrsta kapitula, 16.—39. vers, undursamlega frásögn um það, sem ætla má, að hafi verið fyrsti, eða einn af fyrstu starfsdögum Jesú í Kapernaum. Við hlýðum á frásöguna, sitjum á sömu steinbekkjunum, sem áheyrendur Jesú, þá er hann stóð hér og prédikaði. Undarleg tilfinning grípur mig. Tíminn, stundin sem er að líða, hjaðnar úr vitund minni eins og eimur, sökkur í óskynjað tóm, en annar timi hvelf-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.