Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 16

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 16
254 KIHKJURITIÐ sem reidd væri að rótum trjánna. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu, voru orðin, sem hann mælti. Og einhvem veginn fundu þeir j)að allir, að þessi ókennilega prédikun var gleðilegur boðskapur. Það var eitthvað eld- fimt í orðunum sjálfum, sem tindraði af ljósi og vorgleði, heilagri djörf- ung og myndugleik. Og óendanlegum góðleik. Það liggur við, að menn hrökkvi við, þegar hann hættir að tala og gengur niður af pallinum. Það fer ys og þytur um salinn. Hvað er þetta? Hvað er hér um að vera? Ný kenning? Hverjum gat blandazt hugur um það? Ný kenning með valdi, sem enginn fræðimannanna átti. Það voru þeir prýðisvel dómbærir um. 1 þessu samkunduhúsi höfðu margir frægir rabbinar talað. Um þetta eru menn að ræða. í hvers valdi er það, sem þessi maður mælir svo? Sam- kundustjórinn er nú í þann veginn að slíta samkomunni. Og þá kemur svarið við spurningunni, máttugt og yfirþyrmandi, svo að engan hafði órað fyrir. Skerandi rödd brýzt í gegnum hina talandi mannþröng, óhugnanleg, leifturþrungin, og í ópinu ískrandi undirtónn af geigvænlegri angist: Hvað vilt þú oss, Jesús frá Nazaret? Ert þú kominn til að tortíma oss? Ég veit, hver þú ert, — hinn heilagi Guðs! Þeir vita allir, hvað um er að vera. Þetta er maður sleginn skelfileg- um örlögum. Hann er haldinn af illum anda, sem hefir hann á valdi sinu, djöfulóður maður, vesalingur, sem alla hryllir við. Og þetta voru í raun- inni skelfileg orð, sem hann hafði sagt: Ég veit, hver þú ert, — hinn heil- agi Guðs. öll samkundan er eins og hún standi á glóðum. Hvað verður úr þessu? Hvað gerir ungi maðurinn nú? Svarið kom leiftursnöggt, og með sama óhagganlega myndugleik. Ungi maðurinn stígur eitt skref fram og segir: Þegi þú, og far út af honum. Orðin lágu einhvern veginn í loftinu, óbifanleg eins og dómur. Menn héldu niðri í sér andanum. Þá tekur sjúki maðurinn að kippast til, eins og liann væri skekinn af ósýnilegu, fjandsamlegu afli. Svo skellur hann á gólfið og rekur upp langdregið óp. Hann liggur stundarkorn, eins og hann væri dáinn. Svo tekur hann að bæra á sér, reisir sig við, eins og hann sé ringlaður, stendur hægt á fætur. Hann er heill heilsu, eðlilegur, er aftur á valdi sín sjálfs. 1 orðlausri undrun og djúpri ihugun leysist samkoman upp. Það, sem eftir er þessa sabbatsdags, er ekki um annað talað í Kapemaum. . .. Og orðrómurinn um hann barst þegar út hvarvetna um allar nágranna- byggðimar í Galíleu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.