Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 17
KIRKJURITIÐ
255
Og jafnskjótt og þeir voru farnir út úr samkomuhúsinu, komu þeir í
hús Símonar og Andrésar með Jakobi og Jóhannesi. Enn var ekki dagur
kominn að kveldi. Enn átti hann eftir að vinna ný máttarverk fyrir aug-
um sinna undrandi lærisveina. Myndirnar líða í hugann ein eftir aðra,
allt til þess, er ég sé hann fyrir mér, þar sem hann ris árla löngu fyrir
dögun og gengur út á óbyggðan stað til að biðjast fyrir.
Hann var einhvers staðar hér uppi í ásunum, hinn ókenndi helgistaður
hans, þar sem hann baðst fyrir, einn undir himni Guðs í ljóma risandi
dags.--------
Fólkið er að fara. Hér er ekki lengur tóm til að sitja í leiðslu og láta
hugann reika um fortíðina. Það gripur mig djúp tregakennd við það að
þurfa að yfirgefa þenna stað. Áður en fólkið fer, kallar Olav Duesund
það saman og það syngur sálm. Á eftir hópumst við Islendingamir saman
inni við gafl synagógunnar og syngjum sálminn: Víst ert þú Jesú kóngur
klár. Hann skyldi vera kveðja vor og játning um leið og vér fórum frá
Kapemaum.
Sigur'Sur Einarsson.
Mannlega hluti verða menn að þekkja til að geta elskað þá. Guðlega
hluti verða menn að elska til að geta þekkt þá. — Pascal.
Menn geta ekki keypt frelsið of dýrt. En því miður er það oft selt
fyrir sama og ekkert. — Hebbel.
Kirkjunni hefir svo oft virzt vera voði húinn, að það er engin ástæða
til að óttast um hana núna. — Newman.
*
Sögnin segir, að þegar Alexander mikli lagði upp i herför gegn Persa-
konungi, hafi hann skipt næstum öllu, sem hann átti, meðal vina sinna.
Einhverjir þeirra spurðu liann: „Hverju heldur þú sjálfur, konungur?"
»Voninni,“ var svarið.
*
),Ég hóf starf mitt (til bjargar bágstöddum í Stokkhólmi) með tómum
höndum, en örlátum — og rikum föður á himnum.“ — Elsa Borg.