Kirkjuritið - 01.06.1958, Qupperneq 23
KIRKJURITIÐ
261
Þetta er eðlilegt, því að mönnum hefir verið og er enn talin
trú um það af þeim, sem ekki vilja trúa neinu, eins og þeir
sjálfir segja, en eru þó ra unar allra manna trúgjarnastir. Því
að þeir trúa því jafnvel, að þeir viti að kalla allt, sem vitað
verður, enda sé eiginlega ekkert að vita annað en það, sem
ber fyrir augu og eyru dags daglega. Svarið við því er einörð
jótning þeirrar trúar í orði og verki, sem er fullvissa um það,
sem vér vonum, og sannfæring um þá hluti, sem ekki er auð-
ið sjá. Og að hvetja jafnan ævinlega og alls staðar alla til að
leita alls sannleikans. Þótt sú leit leiði á stundmn til falls
fagurra hugsmíða eða einhvers, sem gert hefir verið í góðri
trú, sakar það ekki. Það er aðeins eins og þegar sól grisjar
þoku á tindi.
Merk nýbreytni.
Sunnudaginn 18. maí s. 1., og eins næsta kvöld þar á eftir,
var helgileikurinn Bartimeus blindi eftir séra Jakob Jónsson
sýndur í Bessastaðakirkju. Það var sérstæð nýjung, sem var
vel fagnað af áhorfendum, enda voru þeir meira og minna af
henni snortnir. Helgileikir tíðkuðust allsnemma innan ka-
þólsku kirkjunnar, og má telja nokkur tengsl milli þeirra og
hinna grísku harmleika, þar sem goðin komu mjög við sögu.
Tilgangur helgileikanna siðar í kirkjunni, svipaður og helgi-
myndanna, að láta söfnuðina sjá það með eigin augum sér
til hrifningar og skilningsauka, sem þeim var annars mein-
að sakir vanþekkingar að lesa um i heilagri Ritningu. Ég er
ekki svo fróður, að ég viti, hvort slíkir leikir hafa nokkru sinni
farið fram í íslenzkum kirkjum, en þeir voru einkum algengir
í Norðurálfu á miðöldum. Síðan hefir færzt nýtt fjör í þá á
síðustu árum. Frægastir í nútíðinni eru píslarleikirnir í Ober-
Ammergau í Bæheimi. Þeir hafa verið haldnir á hverjum
sunnudegi 10. hvert ár, siðan 1634 að plágan gekk þar, og eiga
vart sinn líka á margan hátt. En mótmælendakirkjur hafa
líka tekið upp helgileiki bæði austan hafs og vestan og m. a.
í Svíþjóð. Þar mun nú fyrirhugað, að þessi leikur séra Jakohs