Kirkjuritið - 01.06.1958, Qupperneq 24
262
KIRKJURITIÐ
verði sýndur í sumar, en prófessor Sigurbjörn Einarsson hef-
ir snúið honum á sænska tungu.
Margt er mjög vel sagt í þessum helgileik, og leikendur
Þjóðleikhússins túlkuðu efnið með tilhlýðilegri lotningu og
helgiblæ. Höfundurinn á sérstakar þakkir skildar fyrir braut-
ruðning sinn, og væri æskilegt, að unnt væri að endurtaka
sýningarnar t. d. í Fossvogs- og Neskirkjum, sem munu ágæt-
lega til þess hæfar.
Vandamálið í sambandi við svona sýningar er kostnaðar-
hliðin. Ég sé ekki, að nein goðgá væri að selja aðganginn á
hóflegu verði, eins og um hljómleika væri að ræða, en að
mínum dómi er samt höfuðskilyrðið, að innan safnaðanna fá-
ist menn og konur til að leika slík hlutverk, að mestu af ein-
skærri fórnfýsi og fyrir lítið eða ekkert gjald. Þetta hefir raun-
ar viðgengizt með mesta leikstarfsemi í öllum sveitum og flest-
um kauptúnum fram að þessu. Hví skyldi það þá vera óhugs-
andi innan safnaðanna? Það yrði hvort sem er ekki nema
sjaldan og í smáum stíl fyrst í stað. En hvað sem um það er,
þessi tilraun þyrfti að verða til frekari framtaka. Vér erum
öll nýjungagjörn, og kirkjan verður að taka tillit til þess, engu
síður en aðrir, sem vilja koma málum sínum fram.
Trúrœkni og kirkjiilíf
fyrr meir.
Svo heitir grein, sem séra Þorkell Bjarnason á Reynivöllum
ritaði í Kirkjublaðið 1891. Segir hann þar frá þessum málum,
eins og hann mundi þau frá uppvaxtarárum sinum i Skaga-
firði um og eftir miðja nítjándu öld. Ég grip nokkur ummæli:
. . . Húslestrar voru þá rækilega lesnir frá veturnóttum og
fram að páskum, og á sunnudögum og öðrum helgum, þegar
megnið af heimilisfólkinu fór eigi til kirkju. Þess heyrði ég
og getið, að sums staðar væri þá siður að lesa tvisvar á dag,
kvelds og morgna. Væri eitthvað gert á sunnudögum, var
jafnan lesið fyrst, að minnsta kosti viðast hvar; var jafnan
sungið fyrir og eftir lestur, og bæn lesin áður en sungið var