Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 27

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 27
KIRKJURITIÐ 265 brotnari. Af þessu leiðir sjálfsagt trúarefa hjá sumum, en líka traustari sannfæringu hjá öðrum en hugsunarlítil venjutrú veitir. Ég ber engan kvíðboga fyrir því, að kristin trú og kristi- legt siðferði muni bíða sannan hnekki af upplýsingu og menn- ingu, meðan ég veit, að hinir upplýstustu og beztu menn hver- vetna finna æ betur og betur, að kærleikskenning þeirrar trú- ar er hið fegursta, bezta og eftirbreytnisverðasta, sem nokkurn tíma hefir verið boðað í heiminum. . . .“ Gunnar Árnason. Prestsbœn Lúthers. Ö, Drottinn Guð, ástríki himneski faðir, sannarlega er ég óverðugur bess starfs og embættis að kunngera dýrð ])ína og bera umönnun fyrir þessum söfnuði og þjóna honum. En fyrst þú hefir sett mig prest og kenn- anda, og fólkið þarfnast fræðslu og fyrirmæla, þó réttu mér hjálparhönd °g lát heilaga engla þína ljá mér lið sitt. Og þóknist þér að láta mér fyrir ]>ína tilstuðlan verða eitthvað ágengt, þér til dýrðar, en ekki mér, né svo að ég hljóti lof af mönnum, þá veit mér af einskærri náð þinni og mis- kunnsemi að skilja rétt orð þitt og hlýðnast því kostkæfilega í verki. 0, Drottinn Jesús Kristur, þú sonur hins lifanda Guðs, hirðir og biskup sálna vorra, send mér heilagan anda þinn og lát mig verða verkfæri hans. Já, hann geri mér fært að vilja og framkvæma fyrir guðlegan mátt þmn bað, sem þér er þóknanlegt. Amen. Það er raunar hreinn misskilningur, að andbyrinn sé kirkjunni hættu- legur. Eitthvað annað! Það er líklegra, að byr og beitivindur hleypi henni í strand. Og sé snúizt gegn henni af einskærri sannleiksást, er mönnum hennar hollast að minnast þess, að henni er miklu hættulegra að sigra í þeirri baráttu en lúta þó í lægra haldi. — Kaj Munk.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.