Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 28
Eigum við ekki að fara með börn okkar
í kirkju?
Á fyrstu árum aldarinnar voru föstuguðsþjónustur haldnar
í Reykjavík síðari hluta dags á miðvikudögum.
I þá daga var kirkja vel sótt í höfuðstaðnum. Var oft erfitt
fyrir kirkjugesti að ná í sæti, ef þeir komu ekki nógu snemma.
Einn miðvikudag á föstunni fór ég með mömmu til messu.
Veðrið var fagurt, lygnt og bjart, en dálítið frost, og snjór
yfir öllu. Þegar við komum í kirkjuna, var hún nær fullsetin,
en við náðum í sæti á þverbekk undir prédikunarstólnum.
Presturinn, sem messaði, var séra Friðrik Friðriksson harna-
vinur. Ég þekkti hann vel, því að hann var á barnaguðsþjón-
ustinn okkar, og svo hafði hann komið heim til pabba og
mömmu.
Eftir að presturinn hafði lokið við ræðuna og var að flytja
bænina, kom óvænt fyrir mig. Ég fann stóran dropa detta
ofan á nefið á mér. Ég togaði hastarlega í mömmu og sagði:
„Mamma, það er gat á kirkjunni og komin rigning úti. Það
rignir ofan á mig. Dómkirkjan lekur, mamma.“ Mamma hast-
aði á mig; sagði að ég mætti ekki tala. Nú kom annar stór
dropi á kinnina á mér. Ég ýtti við mömmu. „Sjáðu bara,
mamma, hvort kirkjan ekki lekur.“ Ég horfði upp til að vita,
hvort ég sæi gatið á kirkjuloftinu. Mamma hvíslaði að mér,
að það væri engin rigning úti, en ég ætti að hlusta á prest-
inn; hann væri að biðja Guð að blessa okkur.
Mér varð enn litið upp fyrir mig, og sá þá andlitið á prest-
inum. Hann var að biðja Guð að blessa okkur, og hjarta mitt
titraði af hrifningu, því að mér fannst blessunin öll streyma
yfir mig með tárum hans. Ég var alsæl í sæti mínu í kirkj-
unni, mér fannst ég svo lánsöm að fá alla blessunina.
Aldrei get ég gleymt þessari kirkjuferð minni. Hún er mér
alltaf til ánægju, þegar ég minnist hennar.
Ég er viss um, að þau börn fara mikils á mis, sem eiga ekki
endurminningar um kirkjuferðir með foreldrum sínum.
Antonía.