Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 31

Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 31
KIRKJURITIÐ 269 reikningsskilunum, og þá verður hin ranga lífsstefna gjald- þrota. Sagan sýnir, að ríki hafa safnað auði og gjörzt voldug, en hnignunin hefir siglt í kjölfarið og afleiðing hennar hefir orðið upplausn og ósigrar. Eitthvert stórfelldasta og átakan- legasta dæmið um gjaldþrot rangrar lífsstefnu er síðasta styrj- öld. Sem betur fer, hafa þjóðirnar áttað sig aftur, og það oft áður en komið var út i beinan voða. Það hefir þá verið um þær eins og mann, sem fer út af réttri leið, út á skakka götu, og tekur ekki eftir því, fyrr en hann hefir gengið um stund. Þá áttar hann sig, sér að hann er á rangri braut, veit um stefn- una og kemst aftur á rétta veginn. Líf og hagur þjóðanna hefir gengið í öldum, og sem betur fer hafa þjóðirnar komizt upp úr öldudölunum. Það hafa komið fram nýir menn með nýjan siðgæðiskraft og siðgæðisboðskap, boðberar nýrrar stefnu, göf- ugrar og heillavænlegrar, sem þó að vísu er ekki ný í eðli sínu. Þeim hefir tekizt að hafa áhrif, valda vakningu og straum- hvörfum með tímanum, þeir og lærisveinar og fylgjendur þeirra. Guð hefir sent heiminum og einstökum þjóðum spá- menn og andlega leiðtoga. Ekki verður betur séð en að hnignunartímabil hafi staðið og standi enn víða yfir í heiminum, og vér verðum þess varir með vorri þjóð. Það eni ekki eingöngu prestar, uppalendur og gamlir nöldurseggir, sem láta þetta í ljósi, heldur hafa marg- ir alvarlega hugsandi menn úr öllum stéttum bent á og rætt ýms sjúkdóms- og hnignunarmerki í þjóðfélaginu, og má þar til nefna hið mikla vandamál, vandræðabörnin. Þessi skoðun er of almenn til þess að hún verði talin gamalla manna nöld- ur, og hún beinist ekki aðeins, og jafnvel ekki fyrst og fremst að æskunni, heldur að þjóðlífinu almennt. Það er bent á frá- hvarf frá kristindóminum og kirkjunni, lausung í lifnaðar- háttum, óáreiðanleik í viðskiptum, lausung í hjúskap, fram- boð á lélegum og óhollum skemmtunum og ásókn í þær, svo sem lélegar og siðspillandi kvikmyndir og óhollar bækur, sem mikið er gefið út af og mikið keyptar. Hér þarf ekki lengur upp að telja, því að þetta er allt vitað og viðurkennt. Hið eina,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.