Kirkjuritið - 01.06.1958, Síða 44

Kirkjuritið - 01.06.1958, Síða 44
282 KIRKJURITIÐ heldur einnig til varnaðar. Þess vegna tel ég, að Olov Hartmann hafi unnið hið þarfasta verk með ])vi að setja fram ákveðin grundvallar-sjónar- mið, er fara skuli eftir við iðkun leiklistar í kirkjum. Kirkjan er þrátt fyrir allt kirkja, en ekki leikhús. Stundum er að því spurt, hvernig helgileikunum sé tekið af almenn- ingi í þeim löndum, þar sem þeir hafa mest verið iðkaðir. Um þetta vitna ég til skýrslu, er gefin var út í fyrra um starfsemi FLOD í Svíþjóð. Þar segir meðal annars, að aðsókn að helgileikum sé yfirleitt meiri en að venjulegum sjónleikum áhugamanna víðsvegar um landið, að „revíunum" einum undanteknum. Samanburður við hin stóru atvinnuleikhús í borg- unum er ekki timabær, þar sem starfið er enn sem komið er að mestu borið uppi af samtökum áhugamanna. En aðalleikflokkur félagsins hefir nú orðið svo margar sýningar árlega, að farið er að gera ráð fyrir, að starfið verði í framtíðinni innt af hendi af atvinnuleikurum. Fjárhags- örðugleikar segja raunar nokkuð til sín, enda þótt siður muni vera að taka inngangseyri, líkt og við kirkjuhljómleika. Ymsir aðilar, svo sem söfnuðir og félög styrkja starfið fjárhagslega, en af hálfu hins opinbera hefir enn ekki verið veittur stuðningur, sem sambærilegur er við styrk ]>ann, sem rennur til leikhúsanna. Framtiðin ein getur skorið úr þvi, hvaða þýðingu helgileikir koma til með að hafa fyrir kristna kirkju og einstaka söfnuði hennar. En allt bendir til þess, að hér sé um að ræða lifandi hreyfingu, sem þegar sé búin að gera mikið gagn. Þar sem áhugamenn starfa saman að þessum málum, verður það til að laða fjölda fólks til þjónustu við fagnaðar- erindið, — fólk, sem ella mundi lítið leggja fram til safnaðarstarfsins, en fengi i helgileiknum tækifæri til að bera listgáfu sina fram sem fórn á altari Guðs. Hér skapast einnig möguleikar til frjórrar samvinnu milli leikhúsmanna og kirkjunnar, og er slíkt ekki síður gleðiefni fyrir þá en oss, því að þar opnast að nýju gömul leið til listrænna áhrifa. Á Oxford-ráðstefnunni lét hollenzki presturinn W. Bamard svo mn mælt, að helgileikirnir ættu stuðning í guðspjöllunum. Jesús Kristur hefði ekki lifað án innri og ytri baráttu, heldur hefði hann verið þátttakandi í mannlegu lifi — við aðstöðu venjulegs manns. Sú aðstaða hefði verið „dramatísk". Hið fullkomna, mannlega líf Krists hefði gegnsýrt hina helgu sögu, og þvi geti ekki sú helgiathöfn, sem byggð er á þeirri sögu, verið einvörðungu vitnisburður og prédikun. Helgisiðimir hljóti að vera dramatiskir, — ekki aðeins orð, heldur athafnir. Jakob Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.