Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 45

Kirkjuritið - 01.06.1958, Side 45
INNLENDAR I RÉTTIR /KskulvAsiuwt 1‘jóiVkirkjuniiar túkust mjög vcl. Um síðustu helgi efndi æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar til sex kristilegra æskulýðsmóta víðsvegar um landið. Um sjö hundruð ungmenni ó ferm- ingaraldri sóttu mótin. Dagskrá var hvarvetna lík, og þessi orð Jesú Krists: i.Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið“, voru valin sem einkunnarorð ntótanna. Mótin hófust síðdegis á laugardag. Var þá efnt til leika úti við, en um kvöldið hófst kveldvaka, þar sem æskufólkið sjálft lagði til ýmis- legt efni, auk fullorðinna. Þá voru kvikmyndir á sumum stöðunum. Síðar um kveldið var helgistund, þar sem flutt voru erindi um einkunnarorð mótanna, og að lokum kveldbænir. Áherzla var lögð á almennan söng mótsgesta. Á sunnudagsmorgun fór fram Biblíulestur og siðan dvalið úti við íþróttir og leiki. Kl. 2 hófust guðsþjónustur á mótsstöðunum eða í nó- lægum kirkjum, en síðan var mótunum slitið og haldið heim síðdegis. f Vatnaskógi voru saman komin um 70 manns. Komu flokkar úr Laug- arnessókn, frá Frikirkjunni og úr Kópavogi. Þá kom flokkur frá Akranesi °g úr Saurbæjarprestakalli. Mótsstjóri var séra Magnús Runólfsson, en Skógarmenn K.F.U.M. höfðu undirbúið móttökur í Vatnaskógi. Séra Garð- ar Svavarsson flutti erindi, Kristján Búason stjórnaði kvöldvökunni, séra Sigurjón Guðjónsson prófastur prédikaði við guðsþjónustuna í Hallgrims- kirkju í Saurbæ, en séra Jón Guðjónsson þjónaði fyrir altari. 1 Bifröst komu rúmlega 100 þátttakendur. Voru það flokkar úr Hall- grímssókn í Reykjavík, frá Dómkirkjunni, ásamt prestum sinum, af Barða- strönd og úr Borgarfirði. Þar var mótsstjóri séra Leó Júlíusson, en ásamt honum í mótttökunefnd voru séra Guðmundur Sveinsson skólastjóri og séra Guðmundur Þorsteinsson, Hvanneyri. Kvöldvökunni stjórnaði séra Þórarinn Þór að Reykhólum, en séra Bergur Björnsson flutti frásögn frá Gyðingalandi. Prestarnir séra Jakob Jónsson, séra Einar Guðnason og séra Óskar J. Þorláksson fluttu erindi, og séra Jón Auðuns dómprófastur flutti kvöldbænir. Við guðsþjónustuna prédikaði séra Óskar Finnbogason, en séra Guðmundur Sveinsson þjónaði fyrir altari. Á Hólum i Hjaltadal voru um 100 þátttakendur úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Mótsstjóri var séra Birgir Snæbjörnsson, en auk hans

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.