Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 46

Kirkjuritið - 01.06.1958, Page 46
284 KIRKJURITIÐ voru í undirbúningsnefnd séra Árni Sigurðsson og séra Björn Björnsson. Séra Pétur Ingjaldsson flutti erindi, en séra Gunnar Gislason sá um kvöld- vökuna, en hana undirbjuggu auk hans frú Dómhildur Jónsdóttir á Hös- kuldsstöðum, og Eyþór Stefánsson tónskáld stjórnaði söngnum. Séra Árni Sigurðsson prédikaði í Hóladómkirkju, en séra Björn Björnsson þjónaði fyrir altari. Á Laugum í Þingeyjarsýslu voru rúmlega 150 þátttakendur úr Þing- eyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Þar var mótsstjóri séra Pétur Sigurgeirsson, en með honum í undirbúningsnefnd séra Lárus Halldórsson og séra Sig- urður Guðmundsson. Séra Kristján Róbertsson flutti erindi kvöldsins, séra Lárus Halldórsson stjórnaði kvöldvökunni. Guðsþjónustan fór fram í Ein- arsstaðakirkju. Þar prédikaði séra Sigurður Haukur Guðjónsson, en sókn- arprestur þjónaði fyrir altari. I Skógaskóla komu um 60 þátttakendur, en auk þess komu allmargir gestir á laugardagskvöld. Mótsstjóri var þar séra Sigurður Einarsson, en í undirbúningsnefndinni voru einnig séra Arngrímur Jónsson og séra Jónas Gislason. Gestur mótsins þar var Felix Ölafsson kristniboði, sem flutti erindi og sýndi myndir frá starfi kristniboðanna í Konsó. Séra Jónas Gislason stjórnaði kvöldvökunni. Guðsþjónustan fór fram í Ásólfsskála- kirkju. Þar prédikaði séra Hannes Guðmundsson, en séra Arngrimur Jóns- son þjónaði fyrir altari. Fjölmenn altarisganga fór þar og fram. Fjölmennasta mótið var að Laugarvatni. Þar voru á 3. hundrað þátt- takendur. Auk hópa úr Árnessýslu komu þangað flokkar úr Háteigssókn og Langholtssókn í Reykjavík, og einnig frá Keflavik og Útskálum. Séra Ingólfur Ástmarsson stýrði mótinu, en með honum í undirbúningsnefnd voru séra Sigurður Pálsson og séra Magnús Guðjónsson, sem einnig sá um kvöldvökuna. Séra Jóhann Hannesson flutti erindi um einkunnarorð mót- anna. Nemendur iþróttakennaraskólans skipulögðu iþróttir og leiki meðal þátttakenda. Við guðsþjónustuna prédikaði séra Björn Jónsson í Keflavík, en séra Guðmundur á Útskálum þjónaði fyrir altari. Á flestum mótsstöðunum var dreginn að húni með íslenzka fánanum sérstakur æskulýðsfáni þjóðkirkjunnar, sem þykir hinn fegursti. Biskup Islands sendi þátttakendum allra mótanna kveðjuskeyti. Veður var yfir- leitt hagstætt og í heild tókust mótin mjög vel. Stjórnendur mótanna hafa allir tekið fram, hversu frábærlega skólastjórar á hinum ýmsu stöðum og annað starfslið hafi gert allt til þess, að mótin gætu farið sem bezt fram, og eiga allir þessir aðilar miklar þakkir skildar. í byrjun júlí munu enn fara fram tvö mót, að Eiðum og að Núpi í Dýrafirði.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.