Kirkjuritið - 01.06.1958, Blaðsíða 50
288
KIRKJURITIÐ
á stundum að loka þyrfti kirkjunum, svo að þær trufli ekki gleðskapinn
En það er ekki svo fjarri lagi hérlendis, að svo sé.
Íslcnzk kirkjuniúsik í Svíjtjúií. Sænski organistinn og tónskáld-
ið Gunnar Tliyrestam í Gávle í Svíþjóð er organisti við Kirkju heilagrar
þrenningar þar í borg. Er hann mikill Islandsvinur og leikur oft íslenzka
kirkjutónlist í kirkjunni. Hinn 8. maí s. 1. hélt hann svonefnda hádegis-
tónleika, sem ætlaðir eru fólki í matarhléi og ferðamönnum, sem heim-
sækja hina fornfrægu horg og skoða vilja hina gömlu kirkju, sem byggð
var upphaflega á 15. öld. Orgelið, sem er nýlega endurbyggt og af sænskri
gerð, er með 3 hljómborðum og 56 röddum. Efnisskráin á tónleikunum
8. maí var Islenzk kirkjumúsik: 1. Hallgrímur Helgason: Tvö orgellög úr
Farsælda frón, Organum II. 2. Steingrimur Sigfússon: Tvö orgellög úr
sama safni. 3. Jón Leifs: Þrjú kóralforspil. 4. Skarphéðinn Þorkelsson:
Nr. 38 úr Organum II. 5. Halldór Jónsson: Nr. 19 úr Organum II. —
Það er skemmtilegt, þegar erlendir listamenn, velmetnir og þroskaðir, taka
til meðferðar islenzk tónverk.
FulIIrúar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar munu eiga fund með
framkvæmdarstjórn Alkirkjuráðsins i sumar. Hann verður í Danmörku,
og mun samkv. yfirlýsingu dr. Franklins Clark Fry, formanns nefndar-
innar, verða rætt um það, hvemig „kirkjurnar geti stutt hverjar aðrar og
átt samvinnu um, að bera Kristi kröftuglegar vitni og efla frelsi, réttlæti
og frið í heiminum.“
Kiin kreppir niV kirkjunni í Austur-Þýzkalandi, að þvi er fréttir
herma, sakir aukins áróðurs stjómarvaldanna fyrir guðleysi. Ferðir Dibe-
liusar biskups þangað austur hafa verið hindraðar, en biskupsdæmi hans
nær til Austur-Berlinar.
t-----------------------------------------------------------^
KIRKJURITIÐ
Tímarit, gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári.
Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Árnason.
Árgangurinn kostar 60 krónur.
Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavik.
Sími 14776.
Prentsmiöjan Leiftur
V
J