Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 4
50 KIRKJURITIÐ P. Sívertsens, eins og þau eru bókfærð í fundargerð. Þar segir: „Sigurður P. Sívertsen gat um, að félagið væri ekki aðeins nauðsynlegt prestunum, heldur gjörvallri kirkjunni, sem með því mundi í mörgu eflast og styrkjast. Blaðið þyrfti að ná til sem flestra, þess vegna væri tímarit heppi- legast, en mikilsvert væri að flýta hvoru tveggja, bæði stofnun félagsins og útgáfu blaðsins.“ Hér er mörkuð meginstefna félagsins, sú, að við það mætti kirkja lands vors eflast og styrkjast. Og þeirri stefnu fylgdi Sigurður Sívertsen trúlega í öllu starfi sínu fyrir félagið í nær tvo áratugi, bæði sem formaður og ritstjóri. Þeirri stefnu hef- ir síðan verið fylgt og ávallt með tvennu móti aðallega — með áhrifum félagsins á kirkjulega löggjöf og með útgáfu tímarits. Þessi megin sjónarmið voru mörkuð þegar í upp- hafi á syndous 1918. Allir viðstaddir fundarmenn gerðust félagar, en þeir voru 27. Var þá kosin bráðabirgðastjórn. Hana skipuðu þessir menn: Jón Helgason biskup, formaður, Magnús dósent Jónsson, ritari, Sigurður P. Sívertsen, prófessor, gjaldkeri, Eggert prófastur Pálsson, Breiðabólsstað, og Skúli Skúla- son, áður prófastur í Odda, en var þá fluttur til Reykja- víkur. Fyrsta verkefni bráðabirgðastjórnarinnar var að rita bréf öllum væntanlegum félagsmönnum, öllum þjónandi og fyrrverandi prestum, svo og guðfræðikandídötum, og hvetja til þátttöku í félaginu. Þann árangur bar bréfið, að í desember voru félagsmenn orðnir 104, og enn var bréf sent nokkrum próföstum, með tilmælum um að þeir hvettu presta til þátttöku. Annað það, sem sinna þurfti, var samvinna við aðra starfsmenn ríkisins um afskipti af launamálum á Alþingi, en þau mál kröfðust skjótrar og gagngerðrar úrlausnar, eftir fjármálaumrót stríðsáranna. Eftir áskorun frá nefnd ríkisstarfsmanna var kosin 5 manna nefnd af hálfu Presta- félagsins til að fylgjast með undirbúningi væntanlegra launalaga.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.