Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 7

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 7
KIRKJURITIÐ 53 síðar komu Kvöldræður í Kennaraskólanum eftir séra Magnús Helgason, þá bókin Guðsríki eftir séra Björn Jóns- son, prest í Winnipeg — þá Messusöngvar og Kirkjusaga eftir Valdimar Snævarr. Nokkru síðar bókin Hálogaland eftir Berggrav biskup. Þá Nýjar hugvekjur — Barnasálma- bók — ennfremur Kennslubók í kristnum fræðum eftir séra Árelíus Níelsson. Loks er að geta Minningarritsins um aldarafmæli prestaskólans 1947 eftir þá séra Benjamín Kristjánsson og séra Björn Magnússon prófessor, sem sam- ið var og útg. fyrir forgöngu Prestafélags Islands, hið merkasta rit. Ég hefi hér fjölyrt nokkuð um útgáfústarf Prestafélags- ins, bæði af því, að það hefir ávallt verið veigamikill þátt- ur í starfi félagsins og einnig sá, sem sérstaklega snertir kirkjufólkið í landinu almennt. Vík ég þá næst að afskiptum félagsins af kirkjulegri iöggjöf. Sá merkisatburður varð árið 1929, að kirkjumála- ráðherra skipaði milliþinganefnd í kirkjumálum. Var henni sett efnismikið erindisbréf. Vann nefndin hið ágætasta starf, formaður hennar var séra Þorsteinn Briem. Höfðu þeir, sem nefndina skipuðu, samráð bæði við Synodus og Prestafélag Islands, sem neytti aðstöðu sinnar eftir mætti til þess að fá samþykkt á þingi hin merku frumvörp nefnd- arinnar. Árið 1931 var merkisár, að því er snerti kirkju- lega löggjöf, því að þá voru samþykkt 5 lagafrumvörp um kirkjumál, sem kirkjumálanefnd hafði samið og undir- búið — öll hin gagnlegustu. Þó sérstaklega lögin um kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju og lög um hýsing Prestssetra. En eins og prestastéttin fagnaði kirkjulöggjöfinni 1931, eins vakti það óánægju hennar og f jölda annarra, er fregn- Ir bárust nokkru síðar og eftir að kirkjumálanefndin hafði lokið starfi um nýtt frumvarp, sem gerði ráð fyrir stór- felldum samsteypum prestakalla og fækkun presta. Ég sé af fundargjörðabókum Prestafélagsins, að stjórn þess hefir ýmislegt gert til að leitast við að koma í veg fyrir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.