Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 28

Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 28
Séra Jón Brandsson fyrrv. prófastur frá Kollafjarðarnesi. Hann lézt hér í bæ 8. janúar síðastliðinn, eftir langvinna van- heilsu, hátt á 84. aldursári. Séra Jón var fæddur 24. marz 1875 að Prestsbakka í Hrútafirði. Foreldrar hans voru séra Brandur Tómasson og seinni kona hans Valgerður Jónsdóttir hreppstjóra á Skriðnisenni, Jónssonar. Stóðu að þeim hjónum sterkir ættstofnar þar í héraði og að nokkru einnig víðar að. Móðurfaðir séra Brands var séra Björn Hjálmarsson í Tröllatungu. Þjónuðu þeir feðgar, séra Björn og faðir hans, séra Hjálmar Þorsteinsson, Trölla- tunguprestakalli í rúm 70 ár samtals, og eru miklar ættir frá þeim komnar í Strandasýslu og víðar. Er séra Jón var fimm ára að aldri, fluttust foreldrar hans að Ásum í Skaftártungu, og var séra Brandur sóknarprestur þar til æviloka, 19. júlí 1891. Var hann talinn mikilhæfur kennimaður og valmenni, og konur hans báðar, er voru al- systur, honum líkar að mannkostum. Æskuminningar séra Jóns- voru við Skaftafellsþing tengdar. Veitti það honum mikið yndi, er hann á efri árum fékk tæki- færi til að bregða sér þangað og endurnýja forn kynni við hin- ar svipmiklu byggðir. En morgun lífsins hafði hann litið norð- ur í héraði feðra sinna, og þangað átti leiðin að liggja aftur til ævistarfs um hálfa öld. Eftir lát séra Brands fluttist frú Valgerður með börn sín norður í ættarhérað sitt. Þar hóf séra Jón undirbúning undir skólanám hjá séra Arnóri Árnasyni á Felli í Kollafirði. Stúd- entsprófi lauk hann vorið 1899 og embættisprófi við presta- skólann 1902. Meðan hann var í prestaskólanum, sótti hann kristilegt stúdentamót, er haldið var í Leckö í Svíþjóð 11.—18. ágúst 1901.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.