Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 36

Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 36
Bœgisárkirkja 100 ára. Að Ytri-Bægisá á Þelamörk hefir staðið kirkja frá því í önd- verðum kristnum dómi, og þar hefir verið prestssetur um alda- skeið til ársins 1941, en annexía á Bakka í Öxnadal og seinna að Myrká, unz kirkja lagðist þar niður 1910. Núverandi kirkja að Bægisá er fremur lítil, en snotur timbur- kirkja, mjög vel við haldið, og er á þessu ári (1958) liðin öld frá byggingu hennar. Var afmælisins minnzt sd. 19. okt. s.l. með allmikilli viðhöfn, og sótti þá hátíð f jöldi fólks. Að Bægisá hófst guðsþjónusta kl. 2 e. h., og störfuðu þar að þrír prestar. Séra Stefán V. Snævarr á Völlum prédikaði, en séra Fjalarr Sigurjónsson í Hrísey þjónaði fyrir altari. Sóknar- presturinn, séra Sigurður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum, flutti minningarræðu og rakti sögu Bægisárstaðar frá upphafi og gat ýmissa presta,.sem þar hafa þjónað, allt frá Hildibrandi Grímssyni, sem frá segir í Laurentíussögu, og til séra Theódórs Jónssonar, er síðastur Bægisárpresta sat staðinn og lengur en nokkur annar, eða meir en hálfa öld. Var hann 25. prestur þar eftir siðaskipti. En þekktastur allra presta að Bægisá er séra Jón Þorláksson, þjóðskáldið, sem þjónaði brauðinu frá 1788 til dauðadags 21. okt. 1819, og vann þar sín mestu og frægustu bókmennta-afrek. Aðstoðarprestur hans var, eins og kunnugt er, séra Hallgrímur Þorsteinsson, faðir Jónasar, „listaskáldsins góða“, en séra Hall- grímur þjónaði Bakkasókn. Aðeins þrír prestar hafa setið að Bægisá frá því, er núverandi kirkja var reist. Séra Arngrímur Halldórsson fyrstu 5 árin. Hann kom frá Saurbæ á Hvalf jarðarströnd og var afi Frímanns B. Arngrímssonar, hins kunna hugvits- og fræðimanns. Annar var séra Arnljótur Ólafsson, þingskörungurinn, og þriðji séra Theódór Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.