Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 12
106
KIRKJURITIÐ
upp við slíkt, þótt það farist fyrir augum manna, og æ fleira ár
frá ári?
Nei, vér skulum vona, að hið háa Alþingi taki nú rögg á sig
og veiti fé til björgunarstöðvarinnar. Á því stendur fyrst og
fremst.
Ný sýki.
Oft er nú talað um tvenns konar leiða, sem tæpast átti sér
nafn fyrir fáum áratugum. Námsleiða og lífsleiða æskufólks-
ins. Ég ætla aðeins að drepa á þann síðarnefnda að þessu sinni.
Ég veit ekki, hversu hann er útbreiddur né magnaður, en víst
er hann nokkur, annars bæri hann sjaldnar á góma. Nú liggur
í augum uppi, að lífsleiði æskufólks er óheilbrigður og ætti að
vera fjarstætt fyrirbrigði. Fjör er flestum sárast, segir orðtak-
ið. Málið er enn umhugsunarverðara fyrir það, að það er al-
menn skoðun þeirra, sem nokkuð eru komnir til ára sinna, að
aldrei hafi verið léttara né skemmtilegra að lifa á íslandi en
nú. Vér höfum ótal Gróttakvarnir, smærri og stærri, sem mala
oss gull og erfiða fyrir oss bæði á heimilunum og á almennum
vinnustöðum. Og í höfuðstaðnum eru sælgætisbúðirnar ótelj-
andi, og skemmtistöðunum sífjölgar árlega. Aðrir bæir taka sér
það til fyrirmyndar, og félagsheimilin rísa hvert af öðru í
sveitunum. Æskan sækir svo sem þessa skemtistaði, það vant-
ar ekki. En er henni ekki skemmtun að skemmtununum? Er
hér um nokkurs konar heyleiða að ræða? Það er eitthvað ann-
að hljóð í strokknum en þegar unglingarnir áttu varla grænan
eyri og urðu oft að láta sér nægja baðstofugólfið til skemmt-
ana, dans og leika, eða ísana á vetrum og grasbalana á sumr-
um, en sungu samt af hjartans einlægni:
Hve glöð er vor æska,
hve létt er vor lund ...
Þetta er síður en svo horfið úr sögunni, en það hljómar sjaldn-
ar og lægra en áður, — sízt á íslenzku. Vera má, að það sé orð-
in almennari reynsla nú, sem Þorsteinn Erlingsson kvað um
forðum:
■—• en hin fegurstu blóm
urðu allslaus og tóm,
ef þau urðu mér dálítið kunn;