Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 24
118
KIRKJURITIÐ
áður en hún yrði, og orti tvær sextánmæltar vísur f jórum dög-
um fyrir sitt andlát, er hann varð að skilja sæng við konu sína,
— um það, að þau hefðu hana eigi skilið í 57 ár, sem þau höfðu
saman verið. Hann gerði þá og fagurt huggunarkvæði til Ragn-
hildar prestsekkju á Hallormsstað, eftir lát manns hennar, séra
Hjörleifs Erlendssonar. Síðasta dag ævi sinnar lagði hann bless-
an yfir sinnisveika kerlingu, sem hjá honum var, og hverri hann
hafði viðhaldið með bæn og blessun og kristilegri skemmtun,
og bað að láta altíð einhvern hjá henni vera til skemmtunar í
sinn stað. Gekk svo út í kirkju sína, sem hann átti vanda til,
og gerði þar bæn sína; og er hann kom inn aftur, bauð hann
fólki sínu góðar nætur og kvaddi það allt. Gekk svo upp í loft
það, sem hann var vanur að sofa í, féll á kné fyrir rúmi sínu
eftir vanda, og las bænir sínar; lagðist svo upp í það og andað-
ist með heitum bænartárum þann 15-júlí 1626, á 87. aldursári,
þá hann hafði prestur verið 69 ár.
4. Þóröur Ólafsson (1602—1660). Faðir hans er talinn Ól-
afur á Ketilsstöðum á Tjörnesi Þórðarson tréfóts, Péturssonar.
Þórður tréfótur var sonur Péturs ábóta Pálssonar á Munka-
þverá. Á hann að hafa lent í herþjónustu ytra og misst fót sinn
í stríði á Þýzkalandi; gekk síðan við tréfót, en gat þó stokkið
yfir 2 hesta á bak hinum þriðja. Um móður Þórðar prests er
ekki vitað. Hann hefir orðið prestur í Nesi 1602 og haldið til ævi-
loka (eða 58 ár). Hefir hann því verið orðinn kunnugur hér í
Nesi. Hann fékk oft prestatillag vegna tekjurýrðar prestakalls-
ins. Séra Þórður virðist hafa rétt mjög vel við staðarhús, en
þau voru í niðurníðslu, er hann tók við, t. d. á þá að hafa ver-
ið hér ekkert fjós. Hann þjónaði Einarsstöðum um eitthvert
skeið, og tilfærir Daði fróði þá sögn manna, að hann hafi ver-
ið við sjóróðra á Héðinshöfðamöl og riðið þaðan á laugardags-
kvöldin móts við Nes, hvaðan honum hafi verið færð prests-
hempan, og hafi hann að Einarsstöðum komið undan öllu kirkju-
fólki og lagzt ávallt í sama stað uppi á kirkjunni, hvar síðan
hafi sprottið lítill viðarrunni — og sézt þar merki hans allt þar
til kirkjan var ofan rifin.
Séra Þórður undirskrifar í Múla 11. febr. 1656, fjórum árum
fyrir andlát sitt, kosningarbréf Gísla biskups Þorlákssonar.
Um konu (eða konur) séra Þórðar er ekki vel kunnugt. En
börn hans eru talin: 1. Ólafur faðir Þorsteins á Fjöllum í Keldu-