Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 30

Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 30
124 KIRKJURITIÐ 1754). Foreldrar: Séra Þorgrímur Jónsson að Hálsi í Fnjóska- dal og kona hans Þórunn Jónsdóttir prests í Saurbæ, Hjalta- sonar. Bróðir séra Jóns Þorgrímssonar að Hálsi. Hann lærði fyrst hjá föður sínum, en síðan 5 ár hjá Þorleifi prófasti í Múla, Skaftasyni. Varð stúdent úr heimaskóla 1737 frá Steini biskup Jónssyni. Hann bjó frá því um 1740 á Ljótsstöðum í Fnjóskadal, en síðar í Veisuseli. Missti réttindi sín til prests- skapar vegna of bráðrar barneignar með konu sinni 1740. Fékk uppreisn 22. nóv. 1748 og veitingu fyrir Nesi 1750, vígðist 15. nóv. s. á. Þjónaði þann vetur Draflastöðum fyrir séra Jón bróð- ur sinn að Hálsi, en fluttist að Nesi vorið 1751. Hann fær gott orð í prófastsvottorði 24. okt. 1750. Kona séra Hjalta, er hann kvæntist 1740, var Ingibjörg Þor- steinsdóttir frá Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, gegn vilja móður sinnar — vegna fátæktar Ingibjargar, því að hann hafði erft nokkuð í fasteignum — átti Hrappsstaði í Kinn, Vað og Veisu- sel —, og komu þær jarðir til skipta eftir hann. Börn þeirra hjóna voru: 1. Ólafur, er fór utan og varð klæðskeri, 2. Þor- grímur, ókunnugt um hann, 3. Þorsteinn á Krossi, langafi Guð- jóns gamla á Ljóltsstöðum í Laxárdal. — Ingibjörg Þorsteins- dóttir, ekkja séra Hjalta, hefir verið búandi á Jarlsstöðum 1768. 13. Bergur Magnússon, f. um 1725, d. 24. ágúst 1767 (1754 —1767). Hann var Svarfdælingur. Voru foreldrar hans Magnús Ingimundarson á Köngustöðum í Svarfaðardal og kona hans Ólöf Guðbrandsdóttir. Varð stúdent úr Hólaskóla 1747 og síð- an í þjónustu Halldórs biskups Brynjólfssonar og ráðsmaður fyrir ekkju hans fardagaárið 1753—54. Fékk Nes 13. okt. 1754. Er talinn meðal hinna bágstöddustu presta nyrðra. Kona hans var Sigríður Eggertsdóttir prests í Stærra-Árskógi, Sæmunds- sonar. Meðal 7 barna þeirra voru: Ingibjörg, er átti Jósafat Pálsson á Hömrum í Reykjadal, og Sesselja, er átti Kristján Jós- efsson á Halldórsstöðum, og voru þau foreldrar Jóns í Sýrnesi og Jóhannesar hreppstjóra á Laxamýri. Séra Bergur var talinn laglega gáfaður og ritari góður. 14. Einar Árnason, f. um 1740, d. 30. marz 1822 (1767— 1784). Faðir hans var talinn Árni Magnússon í Hjálmarvík, síðar í Leirhöfn á Sléttu (en almælt var, að séra Jóhann Krist- jánsson á Svalbarði, síðar á Mælifelli, væri faðir séra Einars,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.