Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 31

Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 31
KIRKJTJRITIÐ 125 og þótti hann líkjast honum). En móðir séra Einars var Þórdís Jónsdóttir frá Bakka á Tjörnesi, Jónssonar. Þegar hann var 12 ára fór hann að Oddsstöðum á Sléttu til auðugrar konu, Guð- rúnar Eiríksdóttur. Gaf hún honum síðan próventu sína, um það leyti, sem hann varð prestur í Nesi. Hann var tekinn í Hólaskóla 1758 og stúdent þaðan 1764. Var síðan heimiliskennari á Möðruvöllum hjá Lárusi Scheving klausturhaldara, þar til hann fékk Nes 5. okt. 1767, en vígðist 9. nóv. sama ár. Fékk Sauðanes 1784 og hélt þann stað til 1812. Andaðist á Sauðanesi 1822. Hann var maður vel að sér, göfug- lyndur og höfðingi að rausn, enda vel látinn. Lét hann sér mjög annt um æðarvarpið á Sauðanesi og fékk verðlaun fyrir það úr konungssjóði 1789. Kona séra Einars var Margrét Lárusdóttir klausturhaldara Schevings, sem áður er nefndur og sat hér í Garði í Aðaldal samtímis þeim hjónum í Nesi. Meðal barna þeirra voru: 1. Séra Stefán á Sauðanesi og 2. Hálfdan á Oddsstöðum, er átti Hólm- fríði Þórarinsdóttur frá Hólum í Laxárdal. 15. Jón Stephánsson, f. 28. sept. 1754, d. 16. des. 1819 (1784 1797). Foreldrar hans voru séra Stefán Halldórsson að Lauf- ási og kona hans Þuríður Jónsdóttir prests að Myrká, Ketils- sonar. Var tekinn í Hólaskóla 1769 og stúdent þaðan 1775 með sæmilegum vitnisburði. 1778 var lagt fyrir hann að verða prest- Ur í Grímsey, og vígðist hann þangað s. á. Þar veiktist hann af óhollu vatni og fór alfari í land 1783, fyrst til föður síns, sem þá var að Myrká, en fékk sér veitt Nes 3. marz 1784. Sat þar til 1797, er hann fékk Helgastaði, og sat hann þar til ævi- lQka. Hann þótti allvel að sér, var einkar hneigður til jarð- yrkju og fékk 10 ríkisdala verðlaun fyrir garðrækt, þegar hann var í Nesi. Mun enn sjást móta fyrir görðum hans í lautinni norðan við bæinn í Nesi. Hann var og talinn heppinn læknir. Fyrri kona séra Jóns var Rannveig Jónsdóttir frá Grenivík 1 Grímsey, og var son þeirra Antoníus faðir Antoníusar skálds, er drukknaði í Daufhyl. — Síðari kona séra Jóns var Helga ^agnúsdóttir frá Myrkárdal. Voru þau systkinabörn og fengu leyfi til hjúskapar. Meðal barna þeirra voru: 1. Stefán umboðs- ^aður á Snartarstöðum, 2. Rannveig kona Jóns Kristjánssonar 1 Sýrnesi, og 3. Hólmfríður, seinni kona Björns Jónssonar danne- úrogsmanns í Lundi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.