Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 36
130
KIRKJURITIÐ
kominn, vel þokkaður og vinsæll í sóknum sínum og góður
kennimaður. Talið er, að hann hafi messað nokkrum sinnum
hér í Nesi, eftir að hann var settur af, án þess að þær messur
kæmust á skýrslur. En annars þjónuðu þeir Nesi á þessum ár-
um, séra Benedikt Kristjánsson, þá aðstoðarprestur í Múla, og
séra Jón Kristjánsson, bróðir hans, á Yztafelli, unz Nespresta-
kall var lagt niður og sameinað Múla með konungsúrskurði
29. júní 1860.
Kona séra Guðmundar var Guðrún Þorkelsdóttir úr Reykja-
vík (og þó af norðlenzkum ættum). Áttu þau hjón a. m. k. 3
börn, er upp komust, og eiga þau enn eitthvað af niðjum. En
Kristín Guðmundsdóttir, laundóttir séra Guðmundar og Sig-
ríðar, giftist Eyjólfi bónda Ólafssyni í Sviðnum á Breiðafirði,
og eiga þau afkomendur.
Ritað er, að séra Vigfús Guttormsson, síðar prestur að Ási
í Fellum, hafi fengið veitingu fyrir Nesi 1852. En hann mun
aldrei hafa tekið hér við embætti. Enda fékk hann Ás í Fellum
1854. Sonur hans var Björgvin Vigfússon sýslumaður í Rangár-
vallasýslu, d. 1942.
Konráö Vilhjálmsson. •
Það var dag nokkurn, að loknum tveggja stunda viðræðum við
MacMillan forsætisráðherra, að ég spurði hann, á hvað hann tryði
mest. Ég gat búizt við, að hann svaraði: Bretland, Sameinuðu þjóð-
irnar, Samband Breta og Bandaríkjamanna, tilviljanirnar, valdið,
fólkið, eða sjálfan sig. En svar hans var: „Guð.“ — Jolm Guntlier.
Á hernámsárum Þjóðverja í Belgíu í fyrri heimsstyrjöldinni fór
hrokafullur hershöfðingi eitt sinn á fund Max borgarstjóra í Briissel.
Hann hóf viðræðurnar með þvi að þrífa dólgslega ægileg morðvopn
úr belti sínu og leggja fram á borðið hinum til áminningar. Borgar-
stjórinn lét sér ekki bylt við verða, en greip hátíðlega til sjálfblek-
ungs síns, skrúfaði af honum hettuna og lagði hann síðan kyrfilega
við hliðina á byssunum. — Herbert Hoover.
Á banadægri var Melanchton að þvi spurður, hvort hann æskti
sér einskis ennþá. „Einskis annars en himinsins", svaraði hann.
„Hve mikið lét hann eftir sig?“ var spurt við dánarfregn auðmanns
nokkurs. „Allt!“ var svarið. (Matthiesen).