Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 40
134
KIRKJURITIÐ
ur, sem ég hefi það eitt út á að setja, að hann er næst-
um því of góður fyrir leikhúsið.“
Peter Thun Foersom orti töluvert í bundnu máli. Voru
kvæði hans gefin út nokkru eftir andlát hans. Fylgdi Adam
Oehlenschláger þeim úr hlaði með snjöllum ljóðlínum.
Foersom og konu hans varð sex barna auðið. Þau voru
alin upp í guðsótta og góðum siðum. Hann var trúrækinn
maður, fastheldinn við feðratrú sína, las mikið Biblíuna
og var maður mjög heimilisrækinn.
Ibúð hjónanna var þröng, og efnin oft lítil, en andi sam-
úðar og gagnkvæmrar elsku bætti upp þrengslin, svo að
allir undu glaðir við sitt. — Maður nákominn Foersom
og heimilisvinur kemst þannig að orði, er hann lýsir heim-
ilislífi hans: „Hann var öllum tómstundum hjá fjölskyldu
sinni, las, skrifaði og lærði utan að í sömu litlu stofunni,
þar sem konan og eldri börnin voru að störfum, og hin
minni léku sér með hávaða og ærslum.“
Við þessa lýsingu á heimilislífi Foersoms má bæta stuttu
kvöldbæninni, og hún segir mest. I henni finnum við þann
kvöldfrið og djúpu kyrrð, sem ríkt hefir í barnaherberg-
inu, þegar börnin voru lögzt til náða.
Víst má telja, að versið er skrifað sem kvöldbæn fyrir
hans eigin börn, og að þau hafa haft hana yfir á hverju
kvöldi, meðan þau voru lítil. Prentað var versið fyrst
árið 1813.
íslenzkar mæður og börn hafa um langt skeið átt þessu
skáldi, og Sveinbirni Egilssyni, mikið að þakka, því að fá-
ar kvöldbænir eigum við fegri, fáar eða engar, sem falla
betur að barnshjartanu:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt..
Sigurjón GuÖjónsson.