Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 41

Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 41
Samtíningur utan lands og innan. Á ekki að afnema prestskosningarnar? — Þessi spurning er að komast á dagskrá núna, og er það vel. Svo er að sjá á Mbl., að varaforseti Kirkjuráðs, Gísli Sveinsson, hafi hreyft þessu máli á Kirkjuþingi (utan dagskrár?) og sé þvi ein- dregið meðmæltur að afnema þær. — Á sömu skoðun er ritstjóri Alþýðubl., Helgi Sæmundsson. Hann ræðir málið í þingfréttum í blaði sínu 21.okt. Hann hvetur þingmenn til að flytja frumvarp um afnám prestskosninga og afgreiða sem lög nú þegar. Grein sinni lýkur ritstjórnin á þessa leið: „ . . . Prestskosningarnar eru hneyksli. Þær aúka flokka- drátt og sundrung í kirkjunni og torvelda mörgum prestum að rækja embætti sín, en koma að engu gagni. Presta á ekki að kjósa fremur en lækna eða sýslumenn. Og satt að segja finnst mér furðulegt, að prestastéttin skuli ekki fyrir löngu hafa risið upp sem einn maður gegn þessum ósóma. Hér get- ur Alþingi unnið þarft verk — og því fyrr því betra.“ Um þetta skal ekki fjölyrt að sinni, en þess er að vænta, að þetta mál verði tekið til umræðu og yfirvegunar á presta- stefnu og kirkjuþingi hið allra fyrsta. * Snemma á þessu ári kom út i Englandi bók eftir C. 0. hhodes, enskan prest, sem er ritstjóri Church of England Newspaper. Bókin heitir: The new Church in the new Age. Höf. birtir margar alvarlegar staðreyndir um ástandið i kirkju- uaálum í Bretlandi. Hér er ein þeirra: Árið 1901 var kirkju- sóknin 35,5%, árið 1935 var hún 17,7% og 1948 var hún komin niður í 13%. — Þessi bók er að öllu hin merkasta. Prestar ættu að afla sér hennar í bókasöfn prestakallanna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.