Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 43

Kirkjuritið - 01.03.1959, Page 43
KIRKJURITIÐ 137 herbergjum, og íbúð kirkjuvarðar. Kostnaður við bygginguna varð 430 þús. sterlingspund. * Nú á Strandarkirkja rúmlega 2,67 milljónir í Almennum kirkjusjóði. Gjafir og áheit til hennar á s. 1. ári námu kr. 210 þús. og vextir af innstæðu voru 110 þús. krónur. * Þessi orð hafði Vísir eftir pósti á Norðurlandi á s. 1. vetri: „Vaðlaheiði er að sjálfsögðu lengsti og erfiðasti áfanginn, en helzti farartálminn er Fnjóskárgilið í miklum snjóum. Þó kvíði ég sjaldan fyrir gilinu, síðan séra Sigurður Haukur kom að Hálsi, því að hann kemur jafnan á móti mér þangað, ef færðin er slæm, og hjálpar mér gegnum torfærurnar. Það er mikið öryggi í að eiga þann „hauk í horni“ þar á næstu grösum.“ * Ég kom heim til manns um daginn. Hann var þá nýbú- inn að gera þessa vísu: Fögur orð, þótt fingur riti, fá ei umbætt spilltan heim, nema kærleikshugur hiti hjartað til að fylgja þeim. Gisli Brynjólfsson. Ég vildi heldur vera réttlátur en forseti. — Henry Clay. Heilagur maður er gamall syndari i nýrri og endurskoðaðri útgáfu. Það er ekki ýkjalangt, síðan unnt var að halda uppi heillangri styrjöld yr*r það, sem eitt friðarmisseri kostar nú á dögum. — Bill Vaughan.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.